fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Brot af því besta frá ferli Stefáns Karls

Auður Ösp
Miðvikudaginn 22. ágúst 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðin syrgir nú Stefán Karl Stefánsson leikara. Greint var frá því í gær að Stefán Karl væri látinn eftir tveggja ára baráttu við krabbamein sem hann greindist með árið 2016.

Stefáns Karls verður minnst sem einn hæfileikaríkasti leikari sem þjóðin hefur átt. Þá var Stefán Karl með hjarta úr gulli og lét hann gott af sér leiða á ýmsum sviðum.

Undanfarinn sólarhring hafa ótalmargir Íslendingar minnst Stefáns Karls á samfélagsmiðlum og sömuleiðis hafa fjölmiðlar víða um heim greint frá andláti hans. Einnig syrgja ótal erlendir aðdáendur Stefán.

Stefán Karl var fæddur í Hafnarfirði árið 1975 og steig sín fyrstu skref í leiklistinni hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar. Eftir útskrift frá Leiklistarskóla Íslands árið 1999 fór hann með fjölda burðarhlutverka á sviði, í kvikmyndum og í sjónvarpsþáttum.

Hann vann síðan hug og hjörtu barna um allan heim þegar hann fór með hlutverk Glanna Glæps, skúrksins alræmda í sjónvarpsþáttunum um Latabæ. Þá sló hann í gegn sem Trölli í söngleiknum Þegar Trölli stal jólunum, en sýningin var sett upp víða um Bandaríkin og fór Stefán með hlutverkið í níu ár. Stefán lék einnig í bíómyndum, þáttum og kom að ótal leiksýningum.

Af gefnu tilefni tók DV saman örfá brot frá ferli þessa ástsæla leikara og skemmtikrafts sem kvaddi heiminn alltof snemma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli