fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fastir pennarFókus

Sértrúarsöfnuður ástarinnar snerist upp í hrylling – Lík stofnandans fannst umvafið ljósaseríu

Fókus
Þriðjudaginn 15. júní 2021 19:00

Amy Carlson, sem kallaði sig sjálfa Mother of God. Mynd/Facebook/LoveHasWon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elva Björk Ágústsdóttir, sálfræðikennari og umsjónarkona Poppsálarinnar, skrifar:

Þann 28. apríl síðastliðinn var lögreglan kölluð inn á heimili í Colorado í Bandaríkjunum. Inni í einu herberginu fann lögreglan látna manneskju sem búið var að reyra líkt og múmíu. Manneskjan var í svefnpoka og með ljósaseríu vafða utan um sig.  Andlitið var allt þakið glimmeri.

Líkið var í það slæmu ásigkomulagi að erfiðlega gekk að bera kennsl á það. Ljóst var að manneskjan hafði verið látin í einhvern tíma eða mánuði. Tennurnar sáust í gegnum húðina, húðin orðin grá og augun horfin. Þegar málið var rannsakað kom í ljós að líkið hafði líklega verið flutt frá öðrum stað í Bandaríkjunum og var því í alllangan tíma í bíl. Á heimilinu voru sjö fullorðnar manneskjur og tvö börn – tveggja og þrettán ára. Fólkið hefur verið ákært fyrir slæma meðferð á líki og vanrækslu á börnum.

Ryan Kramer, Christopher Royer, Sarah Rudolph, Karin Raymond, Jason Castillo, John Robertson og Obdulia Franco voru ákærð fyrir illa meðferð á líki og vanrækslu á börnum. Mynd/SAGUACHE COUNTY SHERIFF’S OFFICE

Múmían var Amy Carlson, guðsmóðir eða „mother god“ – en það kallaði hún sjálfa sig. Amy Carlson fæddist árið 1975 í Texas. Hún var góður nemandi, vinsæl en varð síðan örlítið sérkennileg. Upp úr tvítugu fór hún að talaði um skrítna hluti, geimskip og fleira en virtist vera mjög klár. Hún giftist nokkrum sinnum og átti þrjú börn. Upp úr þrítugu varð hún mjög upptekin af því sem kallast New Age heimspeki. Árið 2006 fékk hún einhvers konar vitrun og talaði opinskátt um reynslu sína af englum og öðrum yfirnáttúrulegum verum á Youtube. Amy taldi sig vera fyrsta kristals-tilraunabarnið og hafa endurfæðst mörgum sinnum. Hún vildi meina að hún hafi verið send til að vekja jarðarbúa til meðvitundar. Hún hafi átt að tengja okkur öll saman í gegnum ákveðna orku. Samkvæmt Amy átti hún að leiða fólk inn í aðra vídd þegar okkar heimur endar. Fylgjendahópa hennar stækkaði og stækkaði og að lokum var hún komin með góðan hóp eða söfnuð í kringum sig.

Samkvæmt meðlimum hópsins þá var Amy 19 milljarða ára gömul yfirnáttúrulega vera sem skapaði heimin. Amy taldi sjálf að hún hefði endurfæðst 534 sinnum og hafði áður verið sjálfur Jesús Kristur. Einnig taldi hún sig hafa verið Jóhanna af Örk, Kleópatra og Marilyn Monroe. Hún taldi sig vera í nánu samstarfi við Robin Williams heitinn.

Elva Björk. Mynd/Valli

Hópurinn komst í fréttirnar í ágúst í fyrra þegar þau bjuggu tímabundið á Hawaii. Þar á Amy víst að hafa farið hamförum og þóttst vera guðleg vera endurfædd sem Hawaii búar trúa á. Veran efnist Pele og er hún gyðja eldfjalla og eldgosa. Fólk á Hawaii mótmælti veru hópsins á þeirra landi, kveiktu í í kringum hús þeirra, köstuðu eggjum  og vildi fá þau burt. Hópurinn mætti einnig í þátt Dr. Phil þar sem aðstandendur meðlima hópsins höfðu áhyggjur af fólki sínu.

Í nýjasta þætti af Poppsálinni er fjallað um þennan sérkennilega hóp sem Amy Carlson stofnaði. Hópurinn nefnist Love has won og mætti flokka sem sértrúarsöfnuð. Fjallað er um útskúfun fyrrum meðlima hópsins, hræðilega hegðun Amy og andlát hennar. Auk þess er farið í stöðu mála í dag og hvernig hópurinn starfar núna. 

Hægt er að nálgast þáttinn hér:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“