fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fastir pennarFókus

Poppsálin: Tyggjóklessuárátta DiCaprio og afleiðingar þess að kyssa meðleikara sína

Fókus
Fimmtudaginn 12. ágúst 2021 19:45

Á þessari mynd voru þau að leika en margir velta fyrir sér hvort þetta gerist nú í alvöru.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elva Björk Ágústsdóttir skrifar:

Önnur sería af Poppsálinni er farin af stað. Poppsálin er poppmenningarlegt hlaðvarp með sálfræðilegu ívafi. Fjallað er um ýmis sálfræðileg málefni sem tengjast poppmenningu sem og áhugaverðar rannsóknir og pælingar innan sálfræðinnar. Hlaðvarpsstjórnandi Poppsálarinnar er Elva Björk sálfræðikennar. Hún hefur mikinn áhuga á poppmenningu og hefur gaman af því að tengja áhugaverð mál og fólk við skýringar sálfræðinnar. Til að mynda hefur verið fjallað um mögulega persónuleikaröskun Donald Trump í þáttunum sem og ástæður fyrir áhuga okkar á morðmálum eða raunveruleikasjónvarpi. 

Elva Björk. Mynd/Valli

Í fyrsta þættinum í annarri seríunni er fjallað um geðrökun sem nefnist þráhyggjuárátturöskun eða OCD. Farið er ítarlega í einkenni áráttu og þráhyggju, orsakir og tengingar við daglegt líf. Sagt er frá annarri röskun sem á margt skylt við áráttu og þráhyggju söfnunaráráttu eða hoarding.  Einnig er sagt frá reynslu leikarans Leonardo Dicaprio en hann hefur talað opinskátt um baráttu sína við áráttu og þráhyggju. Til að mynda hefur hann sagt frá því að eiga erfitt með að stíga EKKI á tyggjóklessur á göngustígum og hefur hann mikla þörf fyrir að ganga á ákveðinn máta og stíga á allar línur á göngustígum. Ef hann gengur ekki „rétt” þarf hann oft að fara til baka og hefja göngutúrinn upp á nýtt. Leikarinn hefur talað um að áráttu og þráhyggju einkennin hans mögnuðust upp þegar hann lék í myndinni The Aviator en þar lék hann kaupsýslumanninn og milljarðamæringinn Howard Hughes sem glímdi við mikla áráttu og þráhyggju. 

Hollywood stjarnan Leonardo Dicaprio.

Í öðrum þætti annarrar seríu Poppsálarinnar, sem er sá nýjasti, er fjallað um þann orðróm sem er í gangi núna um mögulegt ástarsamband Jennifer Aniston og David Schwimmer sem léku eitt frægasta par sjónvarpssögunnar, Rachel og Ross. Sögur herma að Jennifer og David hafi byrjað að hittast eftir að tökum á reunion þætti Friends var lokið en í þeim þætti viðurkenndu þau að hafa verið hrifin af hvort öðru meðan á tökum á þáttunum stóð. 

Í þættinum er farið yfir ástarsögu Rachel og Ross og að lokum rætt um möguleg stefnumót leikaranna í raunveruleikanum. Að lokum er fjallað ítarlega um það hvernig sálfræðin skýrir hve algengt það sé að meðleikara felli hugi til hvors annars. Fjallað er um mátt nálægðarinnar, þeirra tilfinninga sem leikara vinna mikið með, áhrif þess að þurfa að kyssa meðleikara sinn en koss getur aukið flæði ýmissa hormóna og boðefna sem styrkja tilfinngatengsl þeirra sem kyssast. 

Hægt er að nálgast nýjustu þætti Poppsálarinnar hér:

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Í gær

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul
Fókus
Fyrir 2 dögum

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu