fbpx
Miðvikudagur 28.september 2022

Með pálmann í höndunum

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 30. janúar 2019 13:41

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, standi nú eftir með pálmann í höndunum, bókstaflega, eftir valið á hinu umdeilda suðræna listaverki sem prýða á nýtt hverfi, Vogabyggð.

Að þessu sinni er orðatiltækið þó ekki í sérlega jákvæðri merkingu fyrir borgarstjóra, sem þurfti síst af öllu á slíkum fréttum að halda, eftir skandalinn með braggann og aðrar framúrkeyrslur.

Kaup Reykjavíkurborgar á tveimur pálmatrjám hafa vakið hörð viðbrögð fólks, en Reykjavíkurborg hyggst eyða minnst 70 milljónum í verkið, til móts við lóðareigendur Vogabyggðar, sem munu einnig greiða 70 milljónir. Tvo innflutt pálmatré munu því kosta 140 milljónir.

Ekki hefur komið fram hver kostnaðurinn verður við viðhald verksins eða hver muni sjá um það, en ljóst er að það gæti reynst nokkur áskorun, þar sem pálmatré hafa átt fremur stutta ævi hér á landi og hafa Perlan, flugstöð Leifs Eiríkssonar og Smáralind verið nefnd sem dæmi, þar sem þeim trjám var á endanum skipt út fyrir gervipálmatré.

Samkvæmt stefnu borgaryfirvalda skulu listaverk vera hluti af heildarhönnun almenningsrýma og hverfa og er það tilfellið einnig í deiliskipulagi Vogabyggðar. Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður dómnefndarinnar sem valdi sigurverkið, segir að verkið verði segull og kennileiti fyrir hverfið.

Orðið á götunni er að Hjálmar, sem gjarnan er nefndur Holu-Hjálmar, hafi nú af gárungum alnetsins nú verið gefið nýtt viðurnefni.

Pálma-Hjálmar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Hailey tjáir sig í fyrsta skipti um Selenu Gomez – „Fólk þarf að vita sannleikann“

Hailey tjáir sig í fyrsta skipti um Selenu Gomez – „Fólk þarf að vita sannleikann“
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Facebook lokaði umfangsmiklu neti falskra aðganga sem dreifðu rússneskum áróðri í Evrópu

Facebook lokaði umfangsmiklu neti falskra aðganga sem dreifðu rússneskum áróðri í Evrópu
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Eiður Smári ræddi klæðaburðinn sem hefur verið á allra vörum – „Rosalega skrýtin umræða“

Eiður Smári ræddi klæðaburðinn sem hefur verið á allra vörum – „Rosalega skrýtin umræða“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Arnar um stóru frétt sumarsins – „Væri galið að sitja hérna og segja að ég hafi verið blússandi ánægður“

Arnar um stóru frétt sumarsins – „Væri galið að sitja hérna og segja að ég hafi verið blússandi ánægður“
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Hannes Þór keypti réttinn að bók Stefáns Mána – „Aðdáendur lögreglumannsins hljóta að gleðjast“

Hannes Þór keypti réttinn að bók Stefáns Mána – „Aðdáendur lögreglumannsins hljóta að gleðjast“
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

66.000 Rússar komu til ESB í síðustu viku

66.000 Rússar komu til ESB í síðustu viku
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Ian veldur algjöru rafmagnsleysi á Kúbu og stefnir nú á Flórída

Ian veldur algjöru rafmagnsleysi á Kúbu og stefnir nú á Flórída
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Mátti þola ógeðfellt kynþáttaníð í gærkvöldi en svaraði á besta mögulega hátt

Mátti þola ógeðfellt kynþáttaníð í gærkvöldi en svaraði á besta mögulega hátt