fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025

Þjóðarsálin

Orðið
Föstudaginn 23. júní 2017 14:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar.

Orðið á götunni er að ríkisstjórnin hefði getað sparað sér ómælda orku með því að beita aðeins ofurlítilli almennri skynsemi áður en farið var í að kynna hugmyndir tveggja starfshópa um aðgerðir gegn skattsvikum í gær.

Tillögurnar vöktu strax mikla athygli, enda tilkynnti Benedikt Jóhannesson glaðbeittur að þeim yrði ekki stungið ofan í skúffu, heldur ættu þær strax að verða að veruleika.

Á fundi sem blaðamönnum sem hann boðaði til, komu fram áform um draga markvisst úr notkun reiðufjár, verslunum verði einungis heimilt að taka við rafrænum greiðslum, og vinnuveitendum skylt að greiða laun rafrænt. Þá verði 10 þúsund króna seðillinn tekinn úr umferð og 5 þúsund króna seðillinn hverfi í kjölfarið.

„Hverjir eru það sem eru með alla þessa tíu þúsund kalla,“  sagði fjármálaráðherra í fréttum Ríkisútvarpsins í gær. Og hann bætti við: „Með því að minnka seðlanna sem eru í umferð þá verður óþægilegra að nota þá. En meira máli skiptir hitt að laun séu greidd rafrænt inn á bankareikninga og hitt atriðið, að það sé ákveðið hámark á því hvað megi borga mikið í reiðufé.“

Það var og.

En það var bara eitt smá vandamál. Samflokksmenn hans í Viðreisn og aðrir í stjórnarliðinu komu af fjöllum, könnuðust ekkert við málið og hörð andstaða varð strax ljós. Samskiptamiðlar loguðu og ljóst varð um leið að þessar hugmyndir væru algjörlega andvana fæddar.

Enda tók Bjarni Benediktsson forsætisráðherra af öll tvímæli um það eftir ríkisstjórnarfund á morgun og sagðist ekki hrifinn af þessum tillögum.

Orðrétt sagði Bjarni:

„Nei mér líst ekki á það. Og mér finnst þetta ekki raunhæfar tillögur.“

Þar með þarf varla að ræða þetta mál frekar. Eftir stendur laskaður fjármálaráðherra og flokkur hans Viðreisn. Í herbúðum Bjartrar framtíðar var uppi mikil gremja í gær vegna þessa máls. Og sjálfstæðismenn kepptust við af afneita þessu með öllu.

En tíu þúsund kallinn mun áfram lifa góðu lífi. Óhætt er að segja að hann hafi unnið þessa lotu, ekki fjármálaráðherrann.

Og stjórnmálamennirnir okkar verða að kunna betur að lesa í þjóðarsálina. Það er lykilatriði.

 

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is – fyllsta trúnaðar gætt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Palestínski fáninn verður leyfður í Eurovision höllinni en keppendur mega ekki lengur flagga regnbogafánanum

Palestínski fáninn verður leyfður í Eurovision höllinni en keppendur mega ekki lengur flagga regnbogafánanum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Karl konungur um greininguna – „Ógnvekjandi reynsla að vera sagt að þú sért með krabbamein“

Karl konungur um greininguna – „Ógnvekjandi reynsla að vera sagt að þú sért með krabbamein“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Svona líta 16-liða úrslitin út

Svona líta 16-liða úrslitin út
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Margir lykilstarfsmenn óttast uppsagnir á vinsælli sjónvarpsstöð

Margir lykilstarfsmenn óttast uppsagnir á vinsælli sjónvarpsstöð
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

17 ára piltur fær 8 ára fangelsi fyrir að bana Bryndísi Klöru 

17 ára piltur fær 8 ára fangelsi fyrir að bana Bryndísi Klöru