fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025

Sigmundur skapar óvin

Orðið
Fimmtudaginn 5. október 2017 16:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsvarsmaður Miðflokksins sé búinn að velja sér óvin til að hamast á út kosningabaráttuna – bankana.

Sigmundur Davíð er ekki frambjóðandi sem reynir að ná breiðri skírskotun með því að hafa skoðun á öllum málefnum. Þess í stað finnur hann sér örfá mál sem aðrir stjórnmálamenn hafa ekki hugmyndaflug til að tækla og býr til óvin. Fátt hefur heyrst um málefnaafstöðu innan Miðflokksins fyrir utan að færa eigi Landspítalann upp á Vífilstaði og að það sé í himnalagi að eiga peninga á Bresku Jómfrúreyjum. Á meðan Sjálfstæðisflokkurinn talar um stöðugleika og vinstrimenn um góðmennsku þá mun Sigmundur Davíð búa til svo voldugan óvin að aðeins hann einn mun geta sigrað hann.

Össur Skarphéðinsson fyrrverandi ráðherra segir að það að búa til óvin sé aðferð popúlista. Við gefum Össurri orðið:

Sigmundur er svo taktískur áróðursmaður að með meistaralegum hætti hefur honum tekist að þvæla Wintris-málinu þannig að í dag finnst mönnum það bara snúast um tæknilegar túlkanir á skatti. Þjóð, sem gleymir öllu og finnst það enginn sérstakur glæpur að fara eins langt og hægt er gagnvart skattinum, fær á endanum hálfvegis samúð með honum.

Langvarandi ofbeldistaktík hans gagnvart fjölmiðlum hefur líka skilað honum töluverðum árangri. Þeir þora ekki í hann af neinni alvöru lengur, allra síst í kosningabaráttu. Þá undanskil ég Harmageddon og Kjarnann. En óskiljanleg frétt RÚV á þriðjudagskvöldið sýndi þetta vel.

Hótanir hans um lögsóknir á fjölmiðla – sem ólíklegt er að hann standi við nema illa fari í kosningunum – virðast úthugsuð strategía. Fjölmiðlunum bregður, og taka enn mildar á honum en ella. Um leið snertir hann duldan streng hjá parti þjóðarinnar sem finnst fjölmiðlar hamast of mikið á fólki og eyðileggja of mikið í kringum sig. Nýlegt glappaskot RÚV gagnvart veitingastað á Akureyri dró ekki úr slíkum kenndum.

Sigmundur er skorpumaður í pólitík, en hefur ekki mikið úthald. Hann er hins vegar allra manna vígfimastur í stuttri höggorrustu. Þessvegna er örstutt kosningabarátta einsog klæðskerasniðin fyrir hann. Hann lítur svo á að hún snúist öðrum þræði um pólitískt líf hans og æru. Það er því líklegt að hann fari eldi spúandisk um sviðið.

Málefni flokkanna eru með dauflegasta móti og af þeirra hálfu er líklegast að kosningabaráttan muni snúast um “same old, same old.” Sigmundur mun hins vegar reiða hátt til höggs og velja sér andstæðing sem hann telur að hægt sé að sameina sem flesta gegn. Þannig reka pópulistar sínar baráttur. Á vorum dögum hugsa margir bönkunum þegjandi þörfina eftir skuldahremmingar síðustu ára. Fólk vill að það verði tekið á fjármálakerfinu – en enginn flokkanna sýnir sérstök merki um að skilja það.

Ég leyfi mér að spá því að Sigmundur Davíð fari með eldi og brennisteini á hendur bönkunum, og geri þá að helsta skotspæni Miðflokksins í komandi kosningaslag. Um leið mun hann boða sterka þjóðernishyggju, vara við of mörgum útlendingum, og yfir öllu saman mun píslarvætti formanns Miðflokksins leika einsog vafurlogi.

Við lifum á pópúlískum tímum. Ef einhver er pópulísti dauðans í íslenskum stjórnmálum er það Sigmundur Davíð.

Svo mörg voru þau orð.

Það liggur fyrir að meginþorra almennings misbýður að sjá háar fjárhæðir renna í vasa bankamanna á meðan hrunið 2008 er enn í fersku minni og það er aðeins tímaspursmál hvenær stjórnvöld grípa í taumana, hvort sem það verður á næsta kjörtímabili eða þarnæsta.

Nú er bara spurningin, verður einhver annar flokkur á undan Sigmundi Davíð að koma með háværar yfirlýsingar um græðgi fjármálakerfisins eða nær hann að búa til óvininn sem hann þarf stuðning þjóðarinnar til að sigra?

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is – fyllsta trúnaðar gætt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ákveðinn í að komast frá Chelsea og horfir á einn áfangastað

Ákveðinn í að komast frá Chelsea og horfir á einn áfangastað
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Van Dijk vonsvikinn með hegðun stuðningsmanna: ,,Var nóg af fólki að segja þeim að þegja“

Van Dijk vonsvikinn með hegðun stuðningsmanna: ,,Var nóg af fólki að segja þeim að þegja“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Staðfestir að hann sé ekki hættur eftir bílslysið hræðilega

Staðfestir að hann sé ekki hættur eftir bílslysið hræðilega
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Deilur um Palestínufána í Gleðigöngunni: „Írónían er bara svo hrópandi“

Deilur um Palestínufána í Gleðigöngunni: „Írónían er bara svo hrópandi“
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fengu aðrar slæmar fréttir fyrir tímabilið – Annar miðvörður meiddur

Fengu aðrar slæmar fréttir fyrir tímabilið – Annar miðvörður meiddur
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði