fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025

Fylgisrán um hábjartan dag

Orðið
Föstudaginn 13. október 2017 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að fylgismenn Flokks fólksins séu í unnvörpum að færa sig yfir til Miðflokks Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Miðað við stöðuna á könnunum ættu Vinstri græn og Sjálfstæðismenn að vera ánægð með að vera tveir stórir turnar sem koma til greina sem kjölfesta í næstu ríkisstjórn, það er a.m.k. betra en að þurfa að taka þátt í botnslagnum með öllum hinum.

Fylgi Ingu Sæland er byrjað að skreppa saman á sama tíma og Miðflokkurinn bætir við sig fylgi. Orðið á götunni er að Flokkur fólksins eigi eftir að skreppa enn meira saman fram að kosningum vegna titrings innan flokksins. Á morgun mun svo Miðflokkurinn loksins birta stefnuskrá og mun þá að öllum líkindum ná að tæla til sín marga fylgjendur Ingu Sæland.

Slíkt fylgisrán er lýsandi fyrir stöðu íslenskra stjórnmála í dag. Fólk sem vill bætt kjör fyrir öryrkja og aldraða fer frekar yfir til Miðflokksins en yfir til Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Þó svo að þetta geti allt talist félagslegir réttlætisriddarar þá tókst ríkisstjórn  Jóhönnu og Steingríms að binda svo um hnútana að þeir sem verst komu út úr hruninu munu aldrei geta hugsað sér að kjósa hinu hefðbundnu vinstri flokka. Óbeit margra á ESB og aðgerðum vinstristjórnarinnar varð meira að segja til þess að stærsti flokkurinn í kosningunum 2009 nánast hvarf árið 2016.

Þessi undarlega staða hefur gert það að verkum að ein yfirlýsing frá Sigmundi Davíð um að tækla bankana verður að fylgisráni um hábjartan dag.

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is – fyllsta trúnaðar gætt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Amorim hefur engan áhuga á að fá stórstjörnuna á þessum forsendum

Amorim hefur engan áhuga á að fá stórstjörnuna á þessum forsendum
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Jógvan auglýsti eftir gítarnum sem færði honum sigur í X-Factor

Jógvan auglýsti eftir gítarnum sem færði honum sigur í X-Factor
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Chelsea vill kaupa enska landsliðsmanninn í sumar

Chelsea vill kaupa enska landsliðsmanninn í sumar
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Palestínski fáninn verður leyfður í Eurovision höllinni en keppendur mega ekki lengur flagga regnbogafánanum

Palestínski fáninn verður leyfður í Eurovision höllinni en keppendur mega ekki lengur flagga regnbogafánanum
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Kínverjar kokhraustir – „Mikið áhyggjuefni“

Kínverjar kokhraustir – „Mikið áhyggjuefni“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað