fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024

Sannleikanum verður hver sárreiðastur

Orðið
Föstudaginn 9. desember 2016 18:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Hrafn Gunnarsson er nýjasta stjarnan í íslenskum stjórnmálum.

Helgi Hrafn Gunnarsson.

Orðið á götunni er að uppi hafi orðið fótur og fit meðal Pírata í gærkvöldi þegar Eyjan birti frétt þess efnis að Píratar geri í stjórnarmyndunarviðræðum ekki lengur kröfu um að Nýja stjórnarskráin, sem Stjórnlagaráð samdi, verði eitt og sér grunnur að nýrri stjórnarskrá. Það plagg verði þess í stað tekið til þinglegrar meðferðar og unnið á kjörtímabilinu með það að markmiði að breytingar á stjórnarskrá verði samþykktar undir lok kjörtímabilsins.

Í frétt Eyjunnar sagði að líklegt væri að Stjórnarskrá stjórnlagaráðs muni taka miklum breytingum í þinglegri meðferð, því mjög skiptar skoðanir hafi verið meðal þingmanna um plaggið eins og það leit út þegar Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi forsætisráðherra, varð að játa sig sigraða í þeirri viðleitni sinni að fá það samþykkt fyrir kosningarnar 2013.

Eyjan stendur vitaskuld við þessa frétt sína, enda er hún rétt í einu og öllu. Það sem Píratar leggja nú til er það sem Árni Páll Árnason hafði áður lagt sem nýr formaður Samfylkingarinnar skömmu fyrir kosningar árið 2013 og verið úthrópaður sem svikari fyrir, jafnt af samherjum í pólitík sem öðrum, til dæmis Pírötum.

Þarf að leita til Morgunblaðsins eftir samanburði

Helgi Hrafn Gunnarsson, fv. þingmaður Pírata, sparar ekki stóru orðin í garð Eyjunnar í dag á Pírataspjallinu og segir það skína svo bersýnilega í gegn „að þetta er pólitískt málgagn að maður þarf að leita til Morgunblaðsins til að finna samanburð.“

Hann hafnar því alfarið að Píratar séu að leggja fram málamiðlun með því að frumvarp stjórnlagaráðs fái þinglega meðferð.

„Það hefur aldrei verið útrætt hvernig nákvæmlega eigi að halda áfram með málið, ýmsar hugmyndir hafa verið á lofti, en það er ekki, hefur aldrei verið og verður aldrei í boði að ný stjórnarskrá fái ekki þinglega meðferð,“ segir hann.

Og Helgi Hrafn bætir við:

„Það er greinilegt að þetta er sett svona fram einungis til þess að blanda saman hugtakinu „ófrávíkjanleg krafa“ við allt sem Píratar ákveða að gera, til að láta það líta út eins og að allt sem Píratar samþykki sé 180 gráðu beygja frá því sem þeir hafi sagt hingað til. Eyjan ætti að íhuga að notast við áreiðanlegri heimildamenn en þetta. Það er greinilegt að fullyrðingagleðin er sterkari sannleiksþorstanum, sem maður hefði haldið að væri fjölmiðli til einhvers ama.“

Ömurlegt að horfa upp á Helga grafa undan fjölmiðli

Það var og. Það eina sem er að fullyrðingum Helga Hrafns, er að þær eru rangar. Hann er að verða enn einn stjórmálamaðurinn sem reynir að skjóta sendiboðann í stað þess að horfast í augu við stöðuna eins og hún er.

Erna Ýr Öldudóttir.

Erna Ýr Öldudóttir.

Svo vill til að manneskja sem veit upp á hár hver afstaða Pírata hefur verið til þessara mála á umliðnum árum er Erna Ýr Öldudóttir, sem var um skeið formaður framkvæmdaráðs Pírata.

Hún svarar Helga Hrafni fullum hálsi á fésbókinni og segir:

„Ömurlegt að horfa upp á Helga Hrafn grafa undan fjölmiðli á þennan hátt. Málflutningur hans virkar beinlínis óheiðarlegur á mig.

1. Krafan um stutt kjörtímabil hefur verið gefin eftir.

2. Krafan um aðskilnað framkvæmda- og löggjafarvalds hefur verið gefin eftir.

3. Stefnan um að tillögur stjórnlagaráðs skuli liggja til grundvallar nýrri stjórnarskrá í öllum efnisatriðum er horfin af heimasíðu Pírata.

Það að málið fái þinglega meðferð hefur alltaf legið fyrir, en Píratar leyfðu t.d. ekki þinglega meðferð á þeim tillögum sem lágu fyrir eftir sl. vetur með þeim rökum að þingið mætti ekki fikta í því sem stjórnlagaráð var búið að gera og kosið var um af þjóðinni.“

Svo mörg voru þau orð. Ætli sé ekki best að leyfa lesendum að draga sínar eigin ályktanir. Helgi Hrafn og aðrir Píratar geta vel verið skúffaðir út í Eyjuna fyrir að segja sannleikann um eftirgjöf þeirra í stórum málum. Og það er alveg rétt hjá honum að frumvarp Stjórnlagaráðs þarf alltaf að fara í þinglega meðferð. Málið er bara að hingað til hafa Píratar haldið öðru fram; sagt að enginn ætti að fikta í texta Stjórnlagaráðs. Þess vegna var lögð áhersla á stutt kjörtímabil.

Nú hafa Píratar fallið frá öllum þessum prinsippum sínum. Það er hins vegar ekki Eyjunni að kenna.

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is – fyllsta trúnaðar gætt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Vill fá Messi aftur til Spánar og er vongóður – ,,Skoraði eitt fallegasta mark sögunnar“

Vill fá Messi aftur til Spánar og er vongóður – ,,Skoraði eitt fallegasta mark sögunnar“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segja að Víkingar séu búnir að ræða við stjörnu Breiðabliks

Segja að Víkingar séu búnir að ræða við stjörnu Breiðabliks
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Auðunn Blöndal lýsir besta augnablikinu fyrir utan fæðingu barna sinna – „Eitt það erfiðasta sem ég hef horft á, það var svo mikið af tilfinningum“

Auðunn Blöndal lýsir besta augnablikinu fyrir utan fæðingu barna sinna – „Eitt það erfiðasta sem ég hef horft á, það var svo mikið af tilfinningum“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Af hverju var hann valinn í landsliðið? – ,,Engill og öllum líkar við hann“

Af hverju var hann valinn í landsliðið? – ,,Engill og öllum líkar við hann“
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Komst 12 ára lífs úr hörmulegu flugslysi þar sem 137 létust – Upphafið að röð áfalla í lífi hans

Komst 12 ára lífs úr hörmulegu flugslysi þar sem 137 létust – Upphafið að röð áfalla í lífi hans
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arnór fékk sér listaverk á bakið: Myndin vekur gríðarlega athygli – ,,Enginn betri í leiknum“

Arnór fékk sér listaverk á bakið: Myndin vekur gríðarlega athygli – ,,Enginn betri í leiknum“