fbpx
Sunnudagur 20.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

„Ég er bara orðin þreytt á þessari vitleysu“ segir Bára um samsæriskenningar Miðflokksmanna

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 1. apríl 2019 07:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er annað að skilja á ummælum þingmanna Miðflokksins um helgina að um skipulagða aðgerð, samsæri, hafi verið að ræða þegar Bára Halldórsdóttir tók samræður þeirra upp á Klaustri bar fyrir áramót eins og frægt er orðið. Á máli þeirra má ráða að um eitt stór samsæri hafi verið að ræða gegn þeim.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði um helgina að ekki væri hægt að sjá annað út úr upptökum öryggismyndavéla en að um skipulagða aðgerð hafi verið að ræða og líklega hafi Bára átt sér vitorðsmann.

Á laugardaginn var haft eftir Bergþóri Ólasyni, einum umræddra þingmanna sem voru á Klaustri bar umrætt kvöld, að upptökurnar sýndu allt aðra mynd en þá sem Bára hefði lýst.

Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Báru að hún geti lítið sagt um þetta nema að um rangfærslu sé að ræða hjá þingmönnunum.

„Ég er bara orðin þreytt á þessari vitleysu sem þeir finna upp á í hvert skipti. Nú eru þeir með rangfærslur sem ég get í raun lítið gert í nema sagt að séu rangfærslur, því ég hef ekki gögnin til að birta þau. Við skoðuðum þessar upptökur fyrir mörgum vikum og það er engin ástæða fyrir því að vekja þessa umræðu aftur núna.“

Er haft eftir Báru sem sagðist ekki gefa mikið fyrir fréttaflutning af málinu um helgina en í grein í Morgunblaðinu var því lýst ítarlega hvað hún gerði þetta kvöld.

„Mér finnst þetta hálfkjánalegt. Ég veit að þetta stenst ekki því ég hef séð þetta myndband sjálf. Ég veit ekki hvort fólki finnst það trúanlegra að hafa svona mikið af smáatriðum, en þetta stenst ekki.“

Er haft eftir Báru sem segist hafa tekið ábyrgð á því að hafa tekið samtal þingmannanna upp og enn á ný séu þeir að reyna að afvegaleiða kjarna málsins.

„Það er einstaklega mikilvægt að við gleymum ekki af hverju þetta hneykslaði þjóðina. Það var ekki af því að einhver tók þá upp, heldur út af því sem þeir sögðu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Barnaverndanefnd brást börnum Sigurlaugar: „Samkvæmt þessari konu máttu sem sagt ráðast á börnin þín“

Barnaverndanefnd brást börnum Sigurlaugar: „Samkvæmt þessari konu máttu sem sagt ráðast á börnin þín“
Fréttir
Í gær

Tvíburabræðurnir Magnús og Páll gera allt saman – Búa saman í Grafarvogi

Tvíburabræðurnir Magnús og Páll gera allt saman – Búa saman í Grafarvogi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísland komið á gráan lista um peningaþvætti – Í félagsskap með Mongólíu og Simbabve

Ísland komið á gráan lista um peningaþvætti – Í félagsskap með Mongólíu og Simbabve
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vatnsflaska olli umferðarslysi

Vatnsflaska olli umferðarslysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðni pirraður: „Hátt í tvær klukkustundir úr Ártúnsbrekku niður í Vatnsmýri“

Guðni pirraður: „Hátt í tvær klukkustundir úr Ártúnsbrekku niður í Vatnsmýri“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pirraður út í lögregluna í Grafarholti – Ætlaði að hefna sín á eftirminnilegan hátt

Pirraður út í lögregluna í Grafarholti – Ætlaði að hefna sín á eftirminnilegan hátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári er búinn að sjá Jókerinn: Frjálslyndir þola ekki sjá hana

Gunnar Smári er búinn að sjá Jókerinn: Frjálslyndir þola ekki sjá hana