fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
EyjanFastir pennar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Eyjan
Föstudaginn 27. júní 2025 06:00

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Munnplástur, hökuteygja, augnmaski úr gulli og hitalausar silkikrullur. Framangreint er staðalbúnaðurinn fyrir nætursvefn samkvæmt sjálfskipuðum sérfræðingum á TikTok. Fegurðarblundurinn, þetta síðasta vígi mennskunnar, hefur fallið í hendur síðkapítalismans. „Þú sefur of mikið og vinnur ekki nóg,“ var tuðið í Lóunni einu sinni.

Núna sefurðu ekki nóg – og ef þú sefur nóg, þá sefurðu alveg örugglega vitlaust. Á rangri hlið, á vitlausum tíma, í vitlausum herbergishita, munnplásturlaus með hökuna lafandi niður í bringu. Við hámum í okkur melatónín eins og Smarties og strekkjum hökuteygjur. Við segjum frá árangrinum á samfélagsmiðlum, skriftum fyrir hinu alsjáandi auga, í neyslutransi. Á meðan heyja valdasjúkir stríðsherrar gereyðingarstríð um yfirráð og auðlindir. Ekki í fyrsta sinn.

Þroskað fólk brosir góðlátlega þegar kvíðna kynslóðin minnist á þriðju heimsstyrjöldina. Hún er ekki hafin – hún er bara á samfélagsmiðlum. „Það er ekki heimsstyrjöld nema X og Y,“ segja vel lesnir menn sem eru ekki með TikTok. Við virðumst hafa sætt okkur við þennan „eðlilega gang lífsins“ – að karlar berjist um auð og yfirráð, að völd og vopn séu náttúrulögmál. Strákar eru og verða alltaf strákar. Þetta er bara dýrið í manneskjunni. Öll mannanna verk má flokka í þrennt: Að fjölga sér, hefna sín og sanna sig. Dýrið er þannig uppáhalds afsökunin okkar. Við erum mannkyn sem ræður ekki við sig.

En á sama tíma erum við alltaf að reyna að sanna fyrir sjálfum okkur að við séum aðskilin frá dýrinu. Eftir því sem tækninni fleygir fram verður þessi barátta okkar við frumhvötina betur slípuð. Listin eins og hún leggur sig virðist vera með dýrið á heilanum.

Vinsælasta söluvara nútímans er sú hugmynd að reyna að kaupa sig í burtu frá dýrinu.

Að afsanna sitt innra dýr með útliti, hegðun og eignum.

Menning er að gera hlutina vel; að minnka dýrið: Fjarlægja hár, stækka, minnka, fara hraðar og hærra. Hafðu stjórn á sjálfum þér, náðu stjórn á öðrum. En þegar við höfum sprengt okkur aftur á öld veiðimanna og safnara, þá verður það ekki mennskan sem lifir af. Það verður dýrið.

Ætli við munum sakna munnplástursins – eða verða loksins fegin að fá að sofa í friði?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Margur verður af aurum api

Óttar Guðmundsson skrifar: Margur verður af aurum api
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Nína Richter skrifar: Fólkið sem notar internetið í vinnunni

Nína Richter skrifar: Fólkið sem notar internetið í vinnunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum
Enn eru fornmenn á ferð
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Froðusnakkar, orð að sönnu – stjórnarandstaðan velur sér nafn

Svarthöfði skrifar: Froðusnakkar, orð að sönnu – stjórnarandstaðan velur sér nafn
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þáttaskil í Evrópuumræðu

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þáttaskil í Evrópuumræðu
EyjanFastir pennar
07.06.2025

Óttar Guðmundsson skrifar: Þráin eftir Trump

Óttar Guðmundsson skrifar: Þráin eftir Trump
EyjanFastir pennar
06.06.2025

Svarthöfði skrifar: Skrítin skilaboð frá seðlabankastjóra á óvissutímum

Svarthöfði skrifar: Skrítin skilaboð frá seðlabankastjóra á óvissutímum