fbpx
Miðvikudagur 09.október 2024
Eyjan

Þorgerður Katrín: Afsölum ekki fullveldinu heldur beitum því til að styrkja okkur í samstarfi við aðrar þjóðir

Eyjan
Mánudaginn 23. september 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efnahagslegur fyrirsjáanleiki er ekki síður mikilvægur fyrir heimilin en fyrir útgerðina. Verðtryggða krónan er sérgjaldmiðill sem vaxtatæki Seðlabankans bítur ekki á. Þegar við göngum til samstarfs við aðrar þjóðir, eins og t.d. þegar við urðum stofnaðilar að Nató og gengum í EFTA og EES erum við að beita fullveldi okkar til að styrkja okkur en ekki að afsala fullveldinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hlusta má á brot úr þættinum hér:

Þorgerður Katrín - sept2024 - 4.mp4
play-sharp-fill

Þorgerður Katrín - sept2024 - 4.mp4

„Við verðum sterkari, og við höfum alltaf séð það í hvert einasta sinn sem við tökum stórar ákvarðanir sem tengjast meðal annars fullveldinu okkar, hvort sem við urðum stofnaðilar að Nató 1949 eða aðilar að EFTA 1970 og síðan þegar við fórum inn í EES samninginn,“ segir Þorgerður Katrín.

„Við ákváðum að beita fullveldinu okkar með því að vera í samstarfi við þjóðir. Það hefur leitt af sér að við erum sterkari og það sem ég …“

Já, það er ekki fullveldisafsal, það er beiting fullveldis.

„Það er beiting fullveldis til þess að styrkja okkur og gera svigrúm íslenskra fjölskyldna þannig að þær geti lifað hér og starfað. Ég vil ekki fara á fleiri staði þar sem ég heyri: Já, Þorgerður, ég og fjölskyldan mín, við ætlum að flytja til Danmerkur á næsta ári. Ég vil ekki þurfa að heyra þetta oftar.“

Já, fólk á ekki að þurfa að ganga í Evrópusambandið með fótunum.

„Nei, það á einmitt ekki að þurfa að gera það. Við vitum að allt þetta vaxtaumhverfi og efnahagurinn – þetta er nú dýrasta matarkarfa innan OECD. Þetta þarf ekki að vera svona.“

Það er talað um og ég heyri Bjarna Benediktsson og sjálfstæðismenn tala mjög mikið um það að fiskveiðistjórnunarkerfið okkar og gjaldtakan verði að vera eins og hún er og þetta sé kannski fullmikið eins og það er, af því að það sé fyrirsjáanleikinn sem skipti öllu máli. Ef einhverju verði hróflað þar sé fyrirsjáanleikinn farinn. Hvað með fyrirsjáanleika fyrir íslensk heimili, fyrir íslensk fyrirtæki?

„Mæl þú manna heilastur. þetta er nákvæmlega þannig. Við erum að biðja, og auðvitað er það engin tilviljun að það erum við sem erum að tala um þennan fyrirsjáanleika fyrir íslensk heimili. Við erum að gera það reyndar líka fyrir útgerðina, við viljum að útgerðin sé með fyrirsjáanleika en þá viljum við tímabindingu samninga af því það er mesti fyrirsjáanleikinn fyrir útgerðina. Það er líka öryggi fyrir þjóðina sem á auðlindina í sjónum, en auðvitað vilja íslensk heimili þennan fyrirsjáanleika og það er eiginlega með ólíkindum að við þurfum að afla fólki háskólagráðu í hagfræði inn á hvert einasta heimili til þess að skilja hvenær á að breyta úr óverðtryggðu yfir í verðtryggt,“ segir Þorgerður Katrín.

Hún bendir á að verðtryggða krónan sé sérgjaldmiðill. „Vaxtatæki seðlabankans bítur ekkert á hana. Það er bara hópurinn sem er með þessi óverðtryggðu lán og þú þarft alltaf að vera sérfræðingur á markaði til þess að bjarga heimilisbókhaldinu. Í Þýskalandi, þar sem ég þekki vel til, á Norðurlöndunum þá veistu nákvæmlega hvað þú borgar fyrir fram á hverju einasta ári, hvað fer mikið niður af höfuðstólnum. Þú átt á endanum eignina sem þú ert að kaupa en ekki bara smá mjatlað inn á einhvern höfuðstól og eftir 40 ár ertu enn þá með einhverja hengingaról um hálsinn.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Gunnarsson: Brjóta hefði átt upp stjórnarsamstarfið 2021 – aftur tækifæri þegar Katrín sagði af sér

Jón Gunnarsson: Brjóta hefði átt upp stjórnarsamstarfið 2021 – aftur tækifæri þegar Katrín sagði af sér
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hápunktur sjúklingsferilsins

Óttar Guðmundsson skrifar: Hápunktur sjúklingsferilsins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðbrandur Einarsson skrifar: Vinnuþrælar verðbólgunnar

Guðbrandur Einarsson skrifar: Vinnuþrælar verðbólgunnar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Peningamaskínan Trump selur úr á 13 milljónir

Peningamaskínan Trump selur úr á 13 milljónir
Hide picture