fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Eyjan

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær

Eyjan
Þriðjudaginn 24. júní 2025 18:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarstjórn tók fyrir í dag tillögu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks um lækkun fasteignaskatta í Reykjavík. Meirihlutinn lagði fram bókun þar sem tillagan er kölluð óábyrg og ótímabær.

Meirihlutinn bendir á að fasteignaskattar séu næstlægstir í Reykjavík af öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Ekki standi til að hækka álagningarhlutföll sem hafa verið óbreytt um árabil.

Eins bendir meirihlutinn á að horfa þurfi á heildarmyndina.

„Leikskólagjöld í Reykjavík eru þau lægstu af öllu höfuðborgarsvæðinu. Um 80% félagslegra íbúða á höfuðborgarsvæðinu eru í Reykjavík þótt fjöldi borgarbúa sé einungis um 56% af íbúum þess svæðis.

Tillögur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á fundi borgarstjórnar í dag, um breytingu á álagningu fasteignagjalda til lækkunar um 2 milljarða kr. á ári, er að okkar mati bæði óábyrg og ótímabær.“

Til að setja þessa fjárhæð í samhengi bendir meirihlutinn á að 2 milljarðar séu nærri þeirri upphæð sem Reykjavíkurborg setur nú í NPA (notendastýrða persónulega aðstoð við fatlað fólk) og um einn þriðji af því sem frístundastarf borgarinnar kostar. Eins sé þetta hærri upphæð en það sem öll bókasöfn borgarinnar kosta.

„Nú er ekki rétti tíminn til að skerða þjónustu með lækkun fasteignaskatta. Nú er hins vegar tíminn til að mæta enn frekar framkvæmda- og þjónustuþörfum borgarbúa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kjarnorkuákvæðinu beitt

Kjarnorkuákvæðinu beitt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“