fbpx
Þriðjudagur 03.desember 2024
Eyjan

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Eyjan
Þriðjudaginn 26. nóvember 2024 08:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég heiti Gísli Hvanndal Jakobsson og ég er með sjúkdóminn alkóhólisma, sem er ógeðslegur sjúkdómur, sem rústar fjölskyldum og öllu lífi þínu. Ég er búin að missa svo marga vini og kunningja úr alkóhólisma. Alkóhólismi endar bara með dauða eða geðveiki ef einstaklingurinn kemst ekki úr því helvíti sem fíknin er.

Ég þekki til Ingu Sæland enda er hún frá Ólafsfirði eins og ég og hún hefur verið mjög opinská í fjölmiðlum um sig og sína fjölskyldu á málþingi SÁÁ.

Inga Sæland á tvö börn sem eru að kljást við þennan sjúkdóm auk eiginmanns síns sem glímir einnig við parkinsonsveiki. Ég er að skrifa þessa grein til þess að biðja ykkur frá mínum innstu hjartarótum að kjósa Flokk fólksins 30. nóvember næstkomandi. Það er enginn annar stjórnmálaflokkur sem mun beita sér fyrir því að biðlistar á Sjúkrahúsið Vog hverfa. Það deyr fólk í hverri viku úr alkóhólisma á Íslandi. Það eiga ekki að vera biðlistar á sjúkrahúsum okkar yfir höfuð og hvað þá á Sjúkrahúsið Vog.

Ég er að biðja ykkur um að gefa Ingu Sæland og Flokki fólksins tækifæri til að laga heilbrigðiskerfið, bankakerfið, skattamálin, mánaðarleigu á húsnæði okkar og húsnæðislánunum, sem bankarnir eru að taka heimilin af okkur. Inga Sæland og Flokkur fólksins tala ekki bara um hlutina heldur laga þá ef þau fá tækifæri til þess eins og það hefur sýnt sig með t.d. öryrkja og aldraða sem fá jólabónus þetta árið eins og síðustu ár sem hefði aldrei gerst nema fyrir Flokk fólksins.

Inga Sæland berst fyrir öllum sem eitt en ekki bara hluta þjóðfélagsins eins og gömlu flokkarnir. Inga Sæland berst fyrir okkur, mig og þig sem gömlu flokkarnir gera ekki. Sérðu einhverja breytingu síðustu árin til hins betra? Við þurfum fólk með gullhjarta. Ég bið þig frá mínum innsta kjarna að gefa Flokki fólksins atkvæði þitt á kjördag. Hvort viltu flokk sem hugsar bara um sjálfan sig og sitt fólk eða flokk sem hugsar um ÞIG og alla aðra í landinu?

Hugsaðu þig allavega um það áður en þú kýst einhvern flokk 30. nóvember. Við þurfum að gera Ísland aftur að velferðarríki en það gera gömlu flokkarnir ekki. Inga og Flokkur fólksins eru svo full af sterkri réttlætiskennd, ástríðu og svo miklum heiðarleika sem er svo sjaldgæfur í stjórnmálum.

Viljum við raunverulega breytingu eða bara svikin loforð gömlu flokkana síðustu áratugina áfram? Það verður engin breyting til góðs nema fyrir okkur. Það eru við sem höfum valdið 30. nóvember. Það erum við sem höfum valdið til þess að byrja að virkilega að lifa en ekki bara skrimta í þjáningu, fjárhagslega og andlega. Inga Sæland er komin úr mikilli fátækt og það er engin í stjórnmálum sem við getum tengt við eins og hana og Flokk fólksins. Þess vegna er hún svona hörð af sér og ákveðin. Hún er ein af okkur. Gefum nýju fólki 4 ár til að gefa okkur betra líf. Bara 4 ár og sjáum þjóðfélagið blómstra á ný. Kærar þakkir fyrir að lesa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Um 11% atkvæða gætu dottið niður dauð

Um 11% atkvæða gætu dottið niður dauð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Leynivinaleikur leiðtoganna – Hver fékk hvað frá hverjum?

Leynivinaleikur leiðtoganna – Hver fékk hvað frá hverjum?