fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Eyjan

Dagur tjáir sig um umdeilt bréf Kristrúnar – „Ég skal viðurkenna að mér brá svolítið þegar ég sá þetta”

Eyjan
Mánudaginn 28. október 2024 21:17

Dagur B. Eggertsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi og fyrrverandi borgarstjóri, segir að sér hafi brugðið þegar hann las umdeilt bréf sem Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sendi á ónafngreindan kjósanda sem var ósáttur við að Dagur yrði ofarlega á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík.

Þar áréttaði Kristrún að Dag­ur stýr­ir ekki Sam­fylk­ing­unni held­ur ger­ir hún það og þá myndi borgarstjórinn fyrrverandi ekki verða ráðherra. Það lægi bein­ast við fyr­ir viðkom­andi að strika Dag út í kjör­klef­an­um ef hon­um hugn­aðist hann ekki.

Dagur var gestur í Silfrúnu á RÚV núna í kvöld. Þar spurði Sigríður Hagalín Björnsdóttir, stjórnandi þáttarins, Dag hvernig honum hefði liðið við að sjá skilaboðin sem virtust hreinlega gera lítið úr honum.

„Ég skal viðurkenna að mér brá svolítið þegar ég sá þetta. Mér fannst það nú breyta svolítið samhenginu að þetta voru persónuleg skilaboð sem síðan var lekið. En það sem skiptir mig mestu að við Kristrún hittumst í gær og áttum einlægt og gott samtal um þetta. Og við erum samherjar, skildum sátt og snúum bökum saman. Þannig að þessu máli er bara lokið að minni hálfu,” sagði Dagur.

Aðspurður sagði Dagur að segja mætti að Kristrún hefði beðið hann fyrirgefningar á bréfinu umdeilda.

„Allavega vorum við sammála um að þetta væri ekki heppilegt. Þannig að já, kannski fór helgin í þetta. Ég hef auðvitað fundið það að það brá fleirum en mér og verð kannski bara að þakka fyrir gríðarlega mikið af skilaboði og stuðningi og öðru slíku. En mér finnst eiginlega svolítið mikilvægt að segja við það fólk, og bara alla, að núna finnst mér rosalega mikilvægt að missa ekki taktinn eða dampinn út af einhverju svona heldur að allir sem vettlingi geta valdið leggist með okkur á árarnar því framundan eru rosalega mikilvægar kosningar, það er mjög stutt í það. Ég er þannig gerður að ég á mjög auðvelt að setja svona bak við mig ef ég finn einlægni og traust,” sagði Dagur meðal annars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Eldhúsborðin og umheimurinn

Þorsteinn Pálsson skrifar: Eldhúsborðin og umheimurinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hildur vill skera niður „grobbsjóð borgarstjóra“

Hildur vill skera niður „grobbsjóð borgarstjóra“