fbpx
Laugardagur 15.júní 2024
Eyjan

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Arnar Þór Jónsson – Dómstólarnir víkja stjórnarskránni til hliðar og þjóna valdinu – þingið illa mannað

Eyjan
Miðvikudaginn 22. maí 2024 14:00

Arnar Þór Jónsson Mynd: KSJ/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskir dómstólar víkja stjórnarskrárákvæðum til hliðar og þjóna valdinu og pólitíkin og embættismannakerfið þjóna sjálfum sér en ekki þjóðinni. Arnar Þór Jónsson segir Alþingi Íslendinga illa mannað; nafnlausir þingmenn þrammi á sinni flokkslínu og hugsi um eign hag en ekki þjóðarinnar. Arnar Þór er gestur Ólafs Arnarsonar í sjónvarpsþætti á Eyjunni í aðdraganda forsetakosninga. Þáttinn má nálgast hér á Eyjunni, á hringbraut.is og á Hringbrautarrás Sjónvarps Símans. Einnig má hlusta á hann sem hlaðvarp.

Hér er brot úr þættinum:

Eyjan - Arnar Þór - 2.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Arnar Þór - 2.mp4

„Ég hef verið nógu lengi inni á þinginu til þess að sjá að eins og það er núna er það ekki heillandi vinnustaður, ég vil bara segja það, og það sem meira er, þingið er mjög veikt. Það er illa mannað, ég vil bara segja það, og ef þingmenn vilja móðgast yfir því þá mega þeir gera það,“ segir Arnar Þór.

Hann segir framkvæmdavaldið vera of sterkt gagnvart þinginu. „Þetta innstreymi erlendra reglna og áhrif erlendra stofnana á þingið eru yfirþyrmandi. Gagnvart þessu stendur þingheimur mjög veikum fótum og staðreyndin er sú að viðnámið sem við eigum að sýna og þetta synjunarvald sem við eigum að eiga, sem okkur er tryggt samkvæmt EES, því hefur aldrei verið beitt. Þingið er afskaplega veikt og allir eldri þingmenn sem ég hef talað við, og ég held að þeir séu ekki að tala út frá einhverri glýju frá fyrr tíð, segja : Þingið var betur mannað. Við vitum ekki hvað fólkið heitir sem er þarna núna, allir þramma á þessari línu, auðvitað, flokkslínunni sinni.“

Hér er þátturinn í heild:

HB_EYJ106_NET_ArnarThor.mp4
play-sharp-fill

HB_EYJ106_NET_ArnarThor.mp4

Arnar Þór segir það vera mjög alvarlegt, og raunar glæp gegn þeim heilindum sem stjórnmálin eigi að vera gædd, þegar þingmenn séu farnir að hugsa um sinn eigin frama en síður um þjóðarhag. „Þegar ég heyri embættismenn segja, ja, ég verð að eiga einhvers konar karríer innan kerfisins, þá myndi ég segja: Þú þarft ekkert að eiga, eini maðurinn sem myndi svara því svona, að þú þyrftir að eiga karríer innan stjórnkerfisins ert þú sjálfur, því að þitt starf innan embættismannakerfisins á bara í ströngum skilningi að miða að því að verja lög og rétt og stjórnarskrá þess lands sem þú ert að starfa fyrir.

Þannig að þetta er orðið að karríer sjálfmiðuðu og sjálfþjónandi kerfi. Það á við um pólitíkina og embættismannakerfið. Meðan það er svo þá gleymist það sem er mikilvægast, það er þjóðarhagur, það er stjórnarskráin okkar, og ég vil koma inn í þessa kosningabaráttu með kyndilinn á lofti, sem er kyndill hins frjálsa samfélags þar sem stjórnarskrárákvæðum okkar er haldið hátt á lofti því að dómstólarnir eru líka farnir að víkja stjórnarskrárákvæðum til hliðar. Þetta er ekki bara pólitíkin, þetta er ekki bara embættismannakerfið heldur eru dómstólarnir í rauninni farnir að leyfa sér að ýta stjórnarskrárákvæðum til hliða og þjóna valdinu.“

Hægt er að hlusta á þáttinn sem hlaðvarp hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ríkisstjórnin geti ekki klárað nein mál lengur – Vonlaust hjónaband og Íslandsmet í væli

Ríkisstjórnin geti ekki klárað nein mál lengur – Vonlaust hjónaband og Íslandsmet í væli
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jódís búin að fá nóg af sumum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins – „Orðið ansi þreytandi“

Jódís búin að fá nóg af sumum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins – „Orðið ansi þreytandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Styrk forysta Bjarna Ben – skýr framtíðarsýn – hyggst draga úr mannréttindabrotum

Svarthöfði skrifar: Styrk forysta Bjarna Ben – skýr framtíðarsýn – hyggst draga úr mannréttindabrotum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gunnar Dan skrifar: Bill Wilson, stofnandi AA lék sér með hugvíkkandi efni

Gunnar Dan skrifar: Bill Wilson, stofnandi AA lék sér með hugvíkkandi efni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kaldar kveðjur að gera Katrínu að blóraböggli – „Sumt verður aldrei tekið til baka“

Kaldar kveðjur að gera Katrínu að blóraböggli – „Sumt verður aldrei tekið til baka“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Samþykkt að fjármagna viðhald myglaðra skóla með láni í evrum frá þróunarbanka – „Það er ekki ókeypis að fá peninga að láni“

Samþykkt að fjármagna viðhald myglaðra skóla með láni í evrum frá þróunarbanka – „Það er ekki ókeypis að fá peninga að láni“
Hide picture