fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“

Eyjan
Mánudaginn 2. desember 2024 14:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Auðar Svansson er ekki lengur Pírati og hefur gerst „pólitískur munaðarleysingi“. Hann telur að slæmt gengi Pírata í kosningunum, en flokkurinn datt út af þingi, endurspegli laskað innra starf flokksins.

Halldór gerir upp kosningarnar á Facebook og tekur fram að hann hafi stigið út úr starfi flokksins áður en kosningabaráttan hófst, og það þrátt fyrir að hann hafi í september verið kjörinn formaður framkvæmdastjórnar flokksins.

Töluvert fjaðrafok átti sér stað eftir stjórnarkjörið og fór svo að Halldór steig til hliðar sem formaður til að lægja öldurnar. Skömmu síðar sprakk ríkisstjórnin og Halldór segir í færslu sinni í dag að hann hafi ekki verið stemmdur fyrir því að taka þátt í kosningabaráttu.

Hann rekur að Píratar séu afsprengi eftirhrunsstjórnmála. Flokkurinn komst á þing árið 2013 í mikilli upplausn rótgróna flokkakerfisins.

„Ég held að nákvæmlega engin sem tóku þátt í flokknum hafi þarna gert ráð fyrir að hann myndi endast í rúman áratug á þingi og í raun var það nánast hugmyndafræði sumra að honum væri bókstaflega ekki ætlað að vera til of lengi. En flokkurinn festist í sessi og var orðinn mörgum kær og því er það auðvitað mörgum áfall að hann þurrkist út af þingi. Ég hef mikla samúð með því og skilning á því þó persónulega séu mínar tilfinningar aðeins blendnari.“

Halldór sat í borgarstjórn fyrir flokkinn og sem varaþingmaður. Sú upplifun var almennt góð en það sama átti ekki við um innra starf flokksins.

„Ég sagði mig alfarið frá því þegar ég fann hjá mér að ég var bara alls ekki stemmdur fyrir því að taka þátt í kosningabaráttu flokksins. Fyrir mér var niðurstaða kosninganna því fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi. Ég geri mér fulla grein fyrir að þessu eru sum sammála en önnur ekki og ætla ekki að búa til vettvang hérna til að deila um þetta. Þetta er bara mín upplifun og afstaða og að sjálfsögðu er líka í mér ákveðin sorg yfir því að áherslur flokksins hafi horfið af þingi og að þessi saga sé bara búin.“

Að því sögðu þá hafi Píratar átt undir högg að sækja þar sem flokkurinn hafði aldrei burði til að byggja upp almennilega starfsemi úti á landi. Slíkir flokkar séu alltaf í nokkurri fallhættu.

Eftir standi spurningar um hvort Píratar eigi að reyna aftur í næstu Alþingiskosningum. Hvernig sem það fer þá ætlar Halldór að segja þetta gott og hefur nú gerst pólitískur munaðarleysingi í bili. Hann þakkar þó fyrir góðar stundir og fagnar þeim árangri sem Píratar náðu á þessum áratug.

„Aftur þá er það kannski mesta afrekið að hafa enst svona lengi og að hafa markað varanleg spor. Það verður ekki af nokkru okkar tekið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun