fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Arnar Þór Jónsson

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Eins og augljóst hefur verið undanfarna mánuði þá er það afar eftirsótt embætti að verða forseti Íslands. En jafnvel þó að draumurinn um starfið verði ekki að veruleika þá er ýmislegt upp úr því að hafa að standa í kosningabaráttunni. Sumir frambjóðendur í gegnum tíðina hafa óspart flaggað því á erlendri grundu að þeir séu Lesa meira

Segir alþingismenn ekki lesa öll lagafrumvörp

Segir alþingismenn ekki lesa öll lagafrumvörp

Eyjan
Fyrir 3 vikum

Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi er gestur nýjasta þáttar hlaðvarpsins Ein pæling. Í þættinum fer Arnar Þór yfir helstu áherslur framboðs síns en eins og áður hefur komið fram telur Arnar að forseti Íslands verði að veita Alþingi og ríkisstjórn aukið aðhald. Arnar gagnrýnir í viðtalinu störf alþingismanna og segir þá orðna í auknum mæli viljalaust Lesa meira

Orðið á götunni: Línur skýrast – Baldur fer á Bessastaði nema Guðni hætti við að hætta

Orðið á götunni: Línur skýrast – Baldur fer á Bessastaði nema Guðni hætti við að hætta

Eyjan
Fyrir 4 vikum

Baldur Þórhallsson mælist með yfirburði samkvæmt nýrri stórri skoðanakönnun Prósents fyrir Vísi og Stöð 2 sem birt var í gær.  Könnunin náði til 1950 manna og spurt var dagana 20. til 27. mars. Svarhlutfall var 51 prósent sem er algengt í svona könnunum. Baldur mældist með 37 prósent fylgi, Halla Tómasdóttir kom næst með 15 Lesa meira

Þess vegna býður Arnar Þór sig fram – „Sagan má aldrei endurtaka sig en blikur eru því miður á lofti“

Þess vegna býður Arnar Þór sig fram – „Sagan má aldrei endurtaka sig en blikur eru því miður á lofti“

Fréttir
26.01.2024

„Meginástæða þess að ég gef kost á mér til að gegna embætti forseta Íslands er sú að ég tel ógnir steðja að okkar dýrmæta lýðveldi,“ segir Arnar Þór Jónsson, lögfræðingur og forsetaframbjóðandi. Arnar Þór skrifar grein á Vísi þar sem hann segir að þessar hættur leyni á sér og séu misjafnlega sýnilegar fólki. „Bæði eftir Lesa meira

Ólafur Þ. Harðarson: Fyrsti forseti sjálfstæðismanna var fyrrum leiðtogi vinstri sósíalista – Arnar Þór popúlisti eins og Guðmundur Franklín

Ólafur Þ. Harðarson: Fyrsti forseti sjálfstæðismanna var fyrrum leiðtogi vinstri sósíalista – Arnar Þór popúlisti eins og Guðmundur Franklín

Eyjan
08.01.2024

Arnar Þór Jónsson er popúlisti af sama skóla og Guðmundur Franklín, segir Ólafur Þ. Harðarson, fyrrverandi prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann segir að forvitnilegt verði að sjá hvort Arnar Þór muni ná jafngóðum árangri í kosningum og Guðmundur Franklín náði 2020 þegar hann fékk sjö prósent á móti 92 prósentum Guðna Th., sem Ólafur Lesa meira

Fyrrverandi þingmaður varar við Arnari Þór – „Vinsamlegast ekki kjósa hann“

Fyrrverandi þingmaður varar við Arnari Þór – „Vinsamlegast ekki kjósa hann“

Fréttir
03.01.2024

Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi héraðsdómari, tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að hann ætli að bjóða sig fram til forseta Íslands. Flestir bjuggust við því að Arnar ætlaði að tilkynna forsetaframboð í gærkvöldi þegar hann boðaði til blaðamannafundar og hafa ýmsir lagt orð í belg varðandi framboð. Helgi Hrafn Gunnarsson, sem sat á Lesa meira

Arnar Þór býður sig fram til forseta

Arnar Þór býður sig fram til forseta

Fréttir
03.01.2024

Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Arnar Þór boðaði til á heimili sínu í Garðabæ, Á fundinum kom fram að Arnar Þór hefði sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum sem að hann ætti ekki lengur samleið með.  

Arnar Þór tekur síðustu ráð föður síns alla leið – „Þetta sat mjög í mér“

Arnar Þór tekur síðustu ráð föður síns alla leið – „Þetta sat mjög í mér“

Fókus
06.12.2023

Arnar Þór Jónsson, lögfræðingur og varaþingmaður, sem hefur vakið athygli fyrir að viðra óvinsælar skoðanir segist lifa eftir síðustu ráðleggingum pabba síns áður en hann varð Alzheimer´s að bráð. Hann segist hafa ákveðið að elta sannleikann og eigin sannfæringu alla tíð síðan: ,,Það síðasta sem pabbi minn, Ellert Schram, sagði við mig áður en hann Lesa meira

Segir erfiðustu andstæðingana vera innan flokksins

Segir erfiðustu andstæðingana vera innan flokksins

Eyjan
28.09.2023

Í nýjum Náttfarapistli á Hringbraut skrifar Ólafur Arnarson að höfuðandstæðingar Sjálfstæðisflokksins séu í flokknum. Ólafur rifjar upp skrif Páls Magnússonar, fyrrverandi þingmanns flokksins og oddvita hans í Suðurkjördæmi í blaðagrein í síðustu viku. Þar skrifar Páll í lok greinarinnar: „Að öllu samanlögðu – og hér hefur aðeins verið stiklað á stóru – virðist blasa við Lesa meira

Arnar Þór Jónsson hótar að útrýma Sjálfstæðisflokknum hætti hann ekki þjónkun við erlent vald – segir flokkinn hafa villst af leið

Arnar Þór Jónsson hótar að útrýma Sjálfstæðisflokknum hætti hann ekki þjónkun við erlent vald – segir flokkinn hafa villst af leið

Eyjan
16.09.2023

Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist vera tilbúinn að beita sér fyrir því að útrýma Sjálfstæðisflokknum breyti flokkurinn ekki um stefnu í málefnum Íslands gagnvart Evrópusambandinu. Hann segir flokkinn þurfa að dusta rykið af þeim gildum sem hann stóð fyrir hér áður en í dag sé hann einfaldlega búinn að afvegaleiðast. Þetta kemur fram í Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af