fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Eyjan

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 24. apríl 2024 17:30

Snæfellsjökull. Mynd-Wikimedia Commons-CC BY 2.0-Axel Kristinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafni Cody Alexander Skahan hefur ritað grein sem birt er á Vísi. Þar greinir hann nánar frá herferð sem snýst um að gera Snæfellsjökul að næsta forseta Íslands.

Hann segir teymi umhverfisverndarsinna, listamanna, lögfræðinga, vísindamanna, lögfræðinga og áhugasamra borgara standa að herferðinni og allt þetta fólk eigi það sameiginlegt að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að leiðtogar mannkyns setji réttindi náttúrunnar í forgang og það sé megin áhersla framboðsins.

Eins og gefur að skilja hefur jökull ekki kenntiölu og getur því ekki safnað nauðsynlegum meðmælum til að geta boðið sig fram til forseta en kosningastjóri framboðsins Angela Snæfellsjökuls Rawlings, kanadísk-íslenskur listamaður, hefur lánað kennitölu sína til að hægt sé að safna meðmælum vegna framboðs Snæfellsjökuls. Hins vegar er lögð áhersla á að hún sé ekki persónulega í framboði:

„Angela Snæfellsjökuls starfar sem hluti af jöklakór; þau eru ekki persónulega í framboði til forseta“, skrifar Cody Alexander Skahan.

Vanur því að vera ekki tekinn alvarlega

Hann segist vera vanur því í baráttu sinni fyrir umhverfisvernd að vera ekki tekinn alvarlega og upplifa stöðuga gremju yfir því að stjórnvöld á heimsvísu geri lítið til að bregðast við þeim vanda sem umhverfismál séu í:

„Ég er vanur að vera ekki tekinn alvarlega, og að finna fyrir því að fólk sé bara að þykjast hlusta á hugmyndir mínar og sjónarmið. Stundum fæ ég að heyra að hugmyndir mínar séu of róttækar, eða að það að breyta því hvernig við lifum sé útópísk hugmynd. Ég er ekki ósammála því að það sé útópískt, en hvers vegna ættu við ekki að gera okkar besta til að skapa besta mögulega heim fyrir allt og alla – sérstaklega þegar það er nauðsynlegt?“

Hann segir ríkisstjórn Íslands sýna litla tilburði til að standa vörð um hagsmuni náttúrunnar og markmið framboðs Snæfellsjökuls til forseta Íslands sé meðal annars að hvetja íslensk stjórnvöld til þess:

„Eins og við lýstum á blaðamannafundi okkar nýlega þá hvetur forsetaframboð Snæfellsjökuls okkur til samfélagslegrar vitundar og samtals um hugmyndina um Réttindi náttúrunnar, og til þess að stjórnvöld á Íslandi geri það að stefnu sinni að réttindi náttúrunnar verði viðurkennd.“

Ekki að skipa Íslendingum fyrir

Cody Alexander Skahan segir markmið framboðsins ekki vera að segja Íslendingum fyrir verkum heldur að koma náttúrunni og náttúruvernd aftur inn í umræðu um framtíðaráætlanir hér á landi.

Hann segir fulla alvöru á bak við framboðið og að það vilji meðal annars minna á að Snæfellsjökull hafi verið lengur til en mannabyggð á Íslandi:

„Á tímum þar sem loftslagsbreytingar og aðrar umhverfiskrísur eru á ógnarhraða að breyta heiminum og landslaginu í kringum okkur, hvers vegna ættum ekki að reyna að halda í einhverskonar stöðugleika og skapa heim sem verndar það sem er okkur kærast? Það er mín skoðun að það sé ekki réttlátt að vanrækja öldungana okkar, sérstaklega þá sem hafa verið uppspretta innblásturs (Kristnihald undir Jökli, A Journey to the Center of the Earth, og ótal önnur listaverk) og visku sem hefur mótað íslenskan anda.“

Hann segir framboð Snæfellsjökuls fyllilega raunhæfan valkost í kosningunum sem framundan eru:

„Að okkar mati býður Snæfellsjökull upp á mjög raunhæfan (jafnvel þó við höfum þurft að bregðast við því að sum taki framboðið ekki alvarlega) og einstakan valkost sem myndi koma með eitthvað nýtt inn í íslensk stjórnmál. Með því að verða næsti forseti and/ or being granted legal personhood by the Icelandic people, myndi jökullinn styrkja rödd þeirra sem mest verða fyrir áhrifum af loftslagshamförunum, og verða innblástur fyrir samstilltar aðgerðir til að vernda plánetuna fyrir framtíðarkynslóðir.“

Framboðið snúist þó ekki bara um breytingar heldur að halda í það sem gerir Ísland að Íslandi.

Greinina í heild er hægt að nálgast hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér