fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Kakalaskáli

Eyjan
Laugardaginn 30. mars 2024 07:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir af merkustu atburðum Sturlungu gerðust í ríki Ásbirninga í Skagafirði. Árið 1246 var háð mannskæðasta orrusta þessara tíma að Haugsnesi þar sem Þórður kakali frændi minn atti kappi við Brand Kolbeinsson og hafði frækinn sigur. Um eitt þúsund manns mættust í Haugsnesbardaga og yfir eitt hundrað féllu. Nokkrum árum síðar 1253 gerðust nokkrir Sturlungar boðflennur í brúðkaupi að Flugumýri til að drepa Gissur Þorvaldsson. Þeim tókst að brenna bæinn og drepa fjölda manns en Gissur slapp við illan leik.

Fleiri stórviðburðir sögunnar gerðust á þessum slóðum. Skagfirðingar hafa reist upplýsingaskilti á víð og dreif til að halda þessari sögu á lofti. Enginn hefur þó verið ötulli að reisa minnisvarða um Sturlungu en Sigurður Hansen að Kringlumýri sem liggur miðja vegu milli Flugumýrar og Haugsness. Hann hefur byggt líkan af bardagavellinum úr stórum steinum sem eru jafnmargir bændunum  sem komu saman til að berjast og deyja þennan örlagaríka dag. Í gömlu minkabúi hefur hann byggt upp Kakalaskála þar sem Gissur jarl og Þórður kakali birtast í fjölda listaverka og safngripa. Sigurður hefur líka haft forgöngu að sérstöku vefnámskeiði um Sturlungu sem finna má á heimasíðu skálans.

Íslendingasögur og Sturlunga eru merkileg bókmenntaverk. Sagan varðveitist best í sínu eðlilega umhverfi. Náttúran sjálf hefur lítið breyst í aldanna rás og sömu fjöll voma yfir sögustöðunum. Ég hef gengið með Sigurði Hansen um bardagavöllinn að Haugsnesi og heyrt hann tala við steinana sem bera nöfn þeirra sem söfnuðust hér saman endur fyrir löngu. Sagan kviknaði til lífs og steinarnir svöruðu ávarpi meistara síns. „Við þráðum allir að lifa en forlögin vísuðu okkur annað.“ Þetta listaverk er áhrifamikið ákall um frið í stríðshrjáðum heimi á hátíð friðar og upprisu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Ágúst Borgþór skrifar: Þórður Snær myndi slaufa Þórði Snæ

Ágúst Borgþór skrifar: Þórður Snær myndi slaufa Þórði Snæ
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Satt eða logið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Satt eða logið
EyjanFastir pennar
01.11.2024

Steinunn Ólína skrifar: Að trúa á hæpið er hæpið

Steinunn Ólína skrifar: Að trúa á hæpið er hæpið
EyjanFastir pennar
31.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Lögmál um fylgisfall stjórnarflokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Lögmál um fylgisfall stjórnarflokka
EyjanFastir pennar
28.10.2024

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?
EyjanFastir pennar
26.10.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa
EyjanFastir pennar
25.10.2024

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!