fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

Kjartan Ragnars: 80 prósent hækkun var bara venjulegur þriðjudagur

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 19. mars 2024 15:00

Kjartan Ragnars, regluvörður Myntkaupa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bitcoin hefur hækkað um allt að 80 prósent það sem af er þessu ári en í sögulegu samhengi er það ekki svo ýkja mikið, bara venjulegur þriðjudagur, ef horft er nokkur ár aftur í tímann, Bitcoin er sveiflukennd eign en topparnir fara hækkandi og sveiflurnar fara minnkandi. þó er við því að búast að enn verði miklar sveiflur í einhver ár í viðbót, enda er eignin í aðlögunarferli sem ekki sér fyrir endann á. Kjartan Ragnars, regluvörður Myntkaupa, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Kjartan Ragnars - 5.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Kjartan Ragnars - 5.mp4

„Tindarnir fara hækkandi. Toppurinn 2017 í desember var 20 þúsund dollarar. Toppurinn þar á undan, 2013, ég verð að viðurkenna að ég man ekki hver hann var en hann var að mig minnir eitthvað í kringum þúsund dollarar,“ segir Kjartan.

Hann segir að vissulega sé verðið á bitcoin enn þá mjög sveiflukennt en sveiflurnar séu engu að síður sífellt að minnka. „Núna eru það mikil tíðindi að bitcoin er búið að hækka um 80 prósent eða svo á þessu ári en fyrir tíu árum var það bara eins og einhver venjulegur þriðjudagur, þá voru sveiflurnar þannig. Þetta er að verða alvörueign, það er að draga úr sveiflunum. Fólk verður að átta sig á að við erum enn í þessu aðlögunarferli og við eigum ábyggilega þó nokkur ár eftir í því.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Þetta er áhættusöm fjárfesting fyrir fjárfesta í dag og menn ættu ekki að skuldsetja sig til að fjárfesta í bitcoin.

„Það er held ég almennt góð regla að vara varlega í að skuldsetja sig en það verður hver og einn að fá að svara því hversu mikið áhættuþol hann er með.“ Kjartan rifjar upp að fyrir nokkrum árum kom einn vinur hans til hans þar sem hann vissi að Kjartan var viðriðinn bitcoin og sagði honum að hann hefði peninga sem hann þyrfti ekki að nota fyrr en eftir einhverja 5-6 mánuði og spurði hvort það væri ekki bara málið að setja þá í bitcoin. „Ég sagði bara, ég myndi aldrei gera það ef ég væri þú. Ef þú værir að hugsa þetta til þriggja, fjögurra eða fimm ára þá væri ég alveg 100 prósent til í það en ég hef ekki hugmynd um hvar við verðum eftir sex mánuði. Við getum verið 30 prósent neðar, við getum verið 100 prósent upp, ég bara hef ekki hugmynd um það. Ég ráðlagði honum að leggja þetta inn á banka, setja inn á skuldabréf eða kaupa bara ríkisvíxla.“

„En topparnir, við erum að tala um þúsund dollara, svo 20 þúsund dollara, og 2021 69 þúsund dollarar. Nú erum við komin yfir það en þessi bolamarkaður, og nú bera fæst orð minnsta ábyrgð.“

Þú ert að segja, ef ég skil þig rétt, að miðað við hvernig þessir toppar hafa verið þá geti bitcoin átt talsvert inni í þessum hækkunarfasa.

„Auðvitað veit enginn hvað framtíðin ber í skauti sér en ég held að það sé svona frekar varfærin fullyrðing bara ef maður les stemninguna á markaðnum. Það sem má slá föstu, því það er bara staðreynd og verður bara að koma í ljós hversu lengi hann varir, nýr bolamarkaður er nýhafinn. Fæstir eru meðvitaðir um það enn þá,“ segir Kjartan.

„Í síðasta bolamarkaði dundu náttúrlega mikil áföll yfir, óvenju mikil áföll. Kína fór mjög hart í að banna námagröft, það kom í ljós að margar af stóru kauphöllunum voru hreinar og klárar svikamyllur, Elon Musk sem hafði komið svolítið eins og hvítur riddari inn í þetta fór svo að tala illa um þetta þannig að bitcoin fór úr 65 þúsund dollurum í apríl 2021 og niður í 30 þúsund í mjög skamman tíma í maí. Þá var oft verið að setja myndir inn á netið, svona grínmyndir, þar sem voru tvær myndir. Þetta var svona sölubás. Á öðrum sölubásnum var sona: „Kaupið bitcoin á 65 þúsund dollara“ og hann var troðfullur. Svo var sambærilegur sölubás með: „Kaupið bitcoin á 30 þúsund dollara“ og hann var eiginlega alveg tómur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn
Hide picture