fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
EyjanFastir pennar

Steinunn Ólína skrifar: Holir menn og tómar tunnur

Eyjan
Föstudaginn 26. janúar 2024 06:00

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mynd: Kári Sverrisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessir stuttu dagar, þetta þunga mjúka myrkur. Ef ég réði nokkru myndi ég leggja til að janúar væri frímánuður fjölskyldunnar, þar sem fólk gæti áhyggjulaust legið í hýði eins og syfjuð bjarndýr. En því er ekki að heilsa. Þessi janúar fer heldur óblíðum höndum um okkur með náttúruhamförum sem hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir Grindvíkinga um ókomna framtíð. Þetta er stórmál sem hefur áhrif á alla landsmenn. Við erum öll óþyrmilega minnt á það hvar við búum, við hverju er hægt að búast og já, hvað lífið og tilveran er dýrmæt og viðkvæm.

Ég get ekki hætt að hugsa um íbúafund Grindvíkinga og þá sem sátu fyrir svörum. Hvað sáum við þar? Við sáum ráðamenn sem stóðu á gati.

Þarna féllu leiktjöldin.

Engin skotheld neyðaráætlun fyrir hendi, ef skyndilega vegna náttúruhamfara þarf að koma fjölda manns í skjól. Á sérfræðinga landsins í þessum málum hefur ekki verið hlustað, svo mikið er víst. Hér hefur verið varað við, ýmislegt lagt til, en enginn hefur svo mikið sem blakað eyrunum á Alþingi vegna þessa. Á fundinum var bara eins og ráðafólk væri að vakna upp við vondan draum.

„Ja, hvur fjárinn?“ „Getum við EKKI selt inn á þetta eldgos?“ „Þurfa landsmenn ekki bara aðra 5000 króna ferðagjöf?“

Skyndistyrkir sem Grindvíkingum voru réttir upplýstu okkur að auki um það að ríkisstjórnin veit ekkert um leigumarkaðinn eða hvað það kostar yfirleitt að lifa hér. „Hérna er hundraðkall, leigðu þér íbúð, fáðu þér eitthvað reglulega gott að borða og fylltu á tankinn í leiðinni.“

Fundurinn afhjúpaði að Innviðir okkar eru ótryggir, að ráðafólk er að gera eitthvað allt annað en það á að vera að gera og það er ekki notaleg tilfinning.

Í Los Angeles, þar sem ég bjó og hafði börn í skóla, þurfti hvert barn í upphafi vetrar að hafa meðferðis bakpoka með aukafatnaði, afritum skilríkja, þurrmat, drykkjarföng og hreinlætisvörur. Upplýsingar um alla ættingja og vini sem hafa mætti samband við, hvert mætti koma barni í skjól og svo framvegis. Skólinn geymdi þessa poka allan veturinn. Til öryggis ef til náttúruhamfara eða styrjalda kæmi. Meiri asnarnir þessir Kaliforníubúar!

Á þingi er nú verið að spinna af fingrum fram hvað gera skuli fyrir Grindvíkinga. Það er einfaldlega ekki boðlegt. Það verður hrákasmíð þegar ljóst er að fyrirhyggjan var engin. Ráðamenn virðast ekki lengur vita HVAR þeir búa, sem er töluverð ráðgáta, HVERJUM þeir þjóna – sem erum við – og hafa allsendis misst sjónar á því HVAÐ mikilvægast er. Að hér sé hægt að lifa góðu lífi. Og hvar er ástríðan? Ástin á landi og þjóð?

Starfsfólk heilbrigðisgeirans hefur öskrað á annan áratug.
Enginn deplar auga á Alþingi.

Það tekur marga mánuði að komast að hjá læknum.
Alþingi tekur svefntöflur.

Menntun hefur hrakað.
Alþingi prentar óskiljanlega bæklinga, stofnar nefnd sem gerir ekki neitt eða illt verra.

Húsnæðismál eru í langvarandi ólestri.
Alþingi greiðir götu fasteignaupptökufélaga, lokar lánaleiðum og fer í sumarfrí.

Fátækt eykst og fólki líður æ verr þess vegna.
Alþingi tæmist enda svo ósmart umræðuefni.

Börnum líður illa.
Alþingismenn gráta í blöðunum og leggja sig að því búnu.

Stríðshrjáð fólk leitar til okkar.
Alþingi skellir hurðum og bregður svipu.

Umhverfissinnar gera allt sem í valdi sínu stendur til að verja landið og náttúruna.
Alþingi selur auðlindir, mengar ár og vötn, ábyrgist dýraníð, grefur út fjöll og firði, einkavæðir og gefur sameignir okkar.

Almenningur furðar sig á fjársýslu ríkis og lífeyrissjóða.
Þetta er okkar fé, ekki annara manna fé, Þórdís Kolbrún.

Samfylkingin, lang stærsti flokkur landsins vill taka „örugg“ skref.
Hvar er fólk sem er til í að taka stór skref, framfaraskref?

Hvernig viljum við hafa þetta? Getum við endurræst Ísland? Uppfært Ísland og gert betur? Já, en við verðum að nenna því og nú held ég að það sé ljóst að við verðum að kappkosta þvert á fylkingar og flokka að vera saman í liði. Getum við gert það? Auðvitað getum við það!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá jöðrunum inn á miðjuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá jöðrunum inn á miðjuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
EyjanFastir pennar
09.11.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna
EyjanFastir pennar
08.11.2024

Steinunn Ólína skrifar: Hvernig getum við skilið heiminn?

Steinunn Ólína skrifar: Hvernig getum við skilið heiminn?
EyjanFastir pennar
30.10.2024

Ágúst Borgþór skrifar: Að dæma konu fyrir sjálfsvörn

Ágúst Borgþór skrifar: Að dæma konu fyrir sjálfsvörn
EyjanFastir pennar
28.10.2024

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?