fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Eyjan

Kristrún hjólar í ríkisstjórnina – „Þessi staða er til skammar fyrir ríkisstjórnina, ekki síst Sjálfstæðisflokkinn“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 23. nóvember 2023 11:12

Kristrún Frostadóttir og Logi Einarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er frumskylda ríkisstjórnar að standa vörð um þjóðaröryggi og öflugar almannavarnir. Landhelgisgæsla Íslands er stolt okkar sem sjálfstæðrar þjóðar. Nú er svo komið að Landhelgisgæslan þarf að „selja þyrlu, flugvél eða skip“ til að eiga fyrir rekstri. Vegna vanfjármögnunar og vanrækslu á sviði öryggismála,“ 

segir Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar.

Segir Kristrún að til að viðhalda óbreyttri starfsemi vanti einn milljarð króna í fjárlög ársins 2024. En samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar þyrfti að styrkja rekstrargrunninn um tvö milljarða króna til að standa undir þeirri þjónustu sem Gæslunni er ætlað að veita um land allt.

„Þá yrði til að mynda mögulegt að starfrækja björgunar- og sjúkraþyrlu á Norðausturlandi – og fjölga um leið áhöfnum til að stytta viðbragðstíma á Vestur- og Suðurlandi. Þannig mætti styrkja til muna sjúkraflutninga í landinu sem og viðbragðsgetu í björgun,“ segir Kristrún sem stendur í dag fyrir sérstakri umræðu á Alþingi í dag um stöðu Landhelgisgæslunnar og þýðingu hennar fyrir þjóðaröryggi og almannavarnir í landinu.

„Þessi staða er til skammar fyrir ríkisstjórnina – ekki síst Sjálfstæðisflokkinn, sem hefur farið með ráðuneyti fjármála og dómsmála óslitið undanfarinn áratug.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fylgi frambjóðenda – Ekki marktækur munur á Höllu Hrund og Katrínu

Fylgi frambjóðenda – Ekki marktækur munur á Höllu Hrund og Katrínu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – Lofa að skrifa aldrei undir lög er varða auðlindir eða náttúru og lífríki Íslands

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – Lofa að skrifa aldrei undir lög er varða auðlindir eða náttúru og lífríki Íslands