fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

„Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra stýrir þessari sóun og aðför að einkaaðilum og samkeppni“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. júlí 2022 17:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðar Guðjónsson, forstjóri Stöðvar 2 og Vodafone, birtir í dag harðorða grein á Vísir.is, þar sem deilt er á valdhafa fyrir að hafa horfið frá markaðsvæðingu til aukinna umsvifa ríkisins á samkeppnismarkaði.

Heiðar lýsir þróun í frjálsræðisátt á fjölmiðlamarkaði fyrir nokkrum áratugum og afturhvarfi til ríkisvæðingar undanfarin ár með síauknum framlögum til Ríkisútvarpsins:

„Fyrirtækið sem ég vinn hjá er afsprengi aukins frjálsræðis og markaðsskipulags. Fyrst var lögum breytt og opnað á samkeppni á fjölmiðlamarkaði sem ól af sér Stöð 2 og Bylgjuna árið 1986. Síðan var fjarskiptalögum breytt 1998 og Tal var stofnað sem og Íslandssími sem eru grunnurinn að Vodafone í dag. Landssíminn var síðan einkavæddur árið 2005. Þessar breytingar gjörbyltu neytendamarkaði til hins betra. Fjölbreytni jókst, þjónusta batnaði og verð lækkuðu gríðarlega.i Frumkvæðið að lagabreytingunum var allt hjá Sjálfstæðisflokknum.

Í dag er ástandið þveröfugt. Enn eru það Sjálfstæðismenn sem veita málunum forstöðu en nú er verið að auka umfang hins opinbera.

RÚV fær síaukin framlög þrátt fyrir að tilvist ríkisútvarps sé alger tímaskekkja. Aldrei hafa fleiri útvarps- og sjónvarpsstöðvar verið í rekstri og dreifing á slíku efni er nánast orðin almenn, enda er hægt að opna fjölmiðil á netinu með engri fyrirhöfn. Öryggishlutverk ríkisútvarps er ekkert enda hafa snjallsímar löngu tekið það yfir. Ríkisfréttastofa minnir á liðna tíma og fyrirkomulag ráðstjórnarríkja. Að ríkið standi í samkeppni á auglýsingamarkaði hefur alltaf verið fráleitt.“

Ljósleiðaraviðskipti í hendur Gagnaveitu Reykjavíkur

Heiðar bendir á að Ísland sé eitt Vesturlanda með ríkiseinokun á ljósleiðurum á milli landa. Vilji einkaaðila til að koma inn á þennan markað sé jafnan hunsaður. Hann sakar utanríkisráðherra, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörðu Gylfadóttur, um að stýra aðför að einkaaðilum og samkeppni á þessu sviði, en opinbert fyrirtæki hafi hreppt báða ljósleiðara sem boðnir voru út nýlega:

„Í sumar var verið að bjóða út tvo þræði í svokölluðum Nato ljósleiðara. Þar hafði Vodafone rekið einn þráð af myndarbrag í 12 ár. Öll samkeppni við Símann var á þeim þræði, sem og öryggisfjarskipti. Síminn hafði fyrir einkavæðingu fengið 5 þræði í ljósleiðaranum. Á okkar eina þræði voru meðal annarra Vaktstöð siglinga, Neyðarlínan og Nova en Landhelgisgæslan gaf okkur hæstu einkunn, líkt og aðrir viðskiptavinir fyrir reksturinn. Í stað þess að bjóða út annan þráðinn og leyfa okkur að halda áfram okkar góðu starfi með hinn, sem hefði eflt enn frekar samkeppni með innkomu nýs aðila, er ákveðið að klæðskerasníða útboð að hagsmunum opinbers fyrirtækis, Ljósleiðarans (áður þekkt sem Gagnaveita Reykjavíkur). Ljósleiðarinn fékk því báða þræðina og segist ætla að leggja ljósleiðara inná öll heimili í dreifbýli á kostnað Reykvíkinga. En Ljósleiðarinn hefur ekki fjármagn í verkið og hyggur á aukningu hlutafjár. Það er alger tímaskekkja og sóun að draga ljós inná hvert heimili þegar 5G farsímatækni er komin í gagnið sem býður upp á 2Gb tengingu í gegnum loftið (6G enn meiri hraða) án alls jarðrasks á meðan Ljósleiðarinn býður í dag 1Gb. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra stýrir þessari sóun og aðför að einkaaðilum og samkeppni.“

Heiðar segir hið opinbera vinna gegn samkeppni og standa fyrir sóun en grein hans í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt