fbpx
Miðvikudagur 29.maí 2024
Eyjan

Áslaug stendur með Willum – „Á því eru vissulega skiptar skoðanir“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 23. desember 2021 15:27

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist styðja heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson í ákvörðun sinni að víkja aðeins frá tillögum í minnisblaði sóttvarnalæknis hvað varðar hertar sóttvarnareglur. Þetta kemur fram í pistli hennar sem birtist hjá Vísi.

„Það er alls ekki óeðlilegt að heilbrigðisráðherra hafi í tveimur atriðum farið gegn minnisblaði sóttvarnalæknis að þessu sinni. Annars vegar neitaði hann kröfu um að gera börnum niður í sex ára aldur skylt að bera grímur í samræmi við þroska. Hins vegar ákvað hann að fresta ekki skólahaldi í samráði við okkur ráðherra skólamála.“

Áslaug styður báðar þessar ákvarðanir fyllilega þó á því séu skiptar skoðanir. Þó svo sóttvarnalæknir gegni mikilvægu hlutverki í að veita stjórnvöldum leiðsögn í faraldrinum þá sé það ekki svo að óeðlilegt sé að ekki sé fyllilega farið eftir öllu sem hann leggur til.

„Ég styð báðar ákvarðanir heilbrigðisráðherra fyllilega. Á því eru vissulega skiptar skoðanir en væntingar um að aldrei sé vikið frá tillögum sóttvarnalæknis, jafnvel í smæstu atriðum, virðast hafa skotið rótum býsna víða.“

Áslaug byggir afstöðu sína á því að börnum og ungmennum stafi almennt lítil hætta af COVID en líði aftur á móti fyrir það þegar þau geta ekki sótt skóla.

„Það er mín einlæga sannfæring að engin ástæða hafi verið, né verði, til að loka skólum. Afstaða mín skýrist einkum af tvennu. Börnum og ungu fólki stafar almennt lítil hætta af covid og börnin líða fyrir það að fá ekki að mæta í skólann.

Rík rök eru að baki þeirri ákvörðun að loka ekki skólum. Unga fólkið okkar á það skilið að við fórnum ekki meiri hagsmunum fyrir minni—og ekki börnunum fyrir aðra hópa.“

Áslaug rekur að í faraldrinum hafi einn og hálfur milljarður barna í nærri 200 löndum verið sendur heim úr skóla í skemmri eða lengri tíma og hafi rannsóknir sýnt að slíkar fjarverur hafi „skelfilegar afleiðingar“.

„Ekki einungis verður afturför í námsgetu heldur er sums staðar talað um algjört neyðarástand hvað geðheilsu barna varðar. Það er sorgleg, og oft býsna vel falin, staðreynd að fjöldi barna býr við vanrækslu og ofbeldi á heimilum. „

Hvað börnin varði þurfi sérstaklega að horfa til fleiri þátta en bara sóttvarna og smitvarna.

„Þegar fram líða stundir er einmitt ekki ósennilegt að byrðarnar sem lagðar voru á börn og ungmenni víða um heim vegna farsóttarinnar veki upp áleitnar spurningar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fimm fara frá Newcastle
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Endurvekja þarf samræmd próf

Björn Jón skrifar: Endurvekja þarf samræmd próf
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi leiðtogi og ráðherra Vinstri Grænna afhjúpar hvern hann kýs og það er ekki Katrín

Fyrrverandi leiðtogi og ráðherra Vinstri Grænna afhjúpar hvern hann kýs og það er ekki Katrín
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Mér finnst Ólafur Ragnar Grímsson hafa notað hann bæði rétt í Icesave og í fjölmiðlafrumvarpinu“

„Mér finnst Ólafur Ragnar Grímsson hafa notað hann bæði rétt í Icesave og í fjölmiðlafrumvarpinu“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Arnar Þór Jónsson – full aðild að ESB er betri en aðild að EES

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Arnar Þór Jónsson – full aðild að ESB er betri en aðild að EES
Eyjan
Fyrir 6 dögum

EFTA dómstóllinn: Bönkunum óheimilt að hækka vexti fasteignalána – skulda neytendum tugi milljarða

EFTA dómstóllinn: Bönkunum óheimilt að hækka vexti fasteignalána – skulda neytendum tugi milljarða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Arnar Þór Jónsson – Við erum ekki sama krúttsamfélag og 1980

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Arnar Þór Jónsson – Við erum ekki sama krúttsamfélag og 1980
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fégráðugur tengdasonur veldur Donald Trump vanda

Fégráðugur tengdasonur veldur Donald Trump vanda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Arnar Þór Jónsson – Dómstólarnir víkja stjórnarskránni til hliðar og þjóna valdinu – þingið illa mannað

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Arnar Þór Jónsson – Dómstólarnir víkja stjórnarskránni til hliðar og þjóna valdinu – þingið illa mannað