fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fréttir

Davíð spyr hvort við séum að innleiða aumingjagang – „Síðan eru þingmenn að eyða orkunni í það að rífast um hvort áfengi eigi að fara í verslanir eða ekki“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 29. maí 2024 15:00

Mynd: Shutterstock

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Síðan eru þingmenn að eyða orkunni í það að rífast um hvort áfengi eigi að fara í verslanir eða ekki, eigum við ekki að fara byrja á réttum enda. Stundum held ég þessir þingmenn okkar séu ekki jarðtengdir og séu í engum tengslum við veruleikann. Svona forgangsröðum við málunum í okkar samfélagi, gamla fólkið má bíða sem hefur skilað dagsverkinu sínu og gott betur en það, en áfengið skal í búðir til að fólkið í fílabeinsturnum þurfi nú ekki að leggja of mikið á sig við að sækja rauðvínsflöskuna! Ég veit ekki hvort ég eigi að gráta eða hlægja við að vera vitni að þessari steypu,“

segir Davíð Bergmann ráðgjafi í pistli á Vísi, þar sem hann spyr hvort við séum að sjúkdómavæða hegðun og hvort við höfum verið að inn­leiða aumingja­gang inn í sam­fé­lagið okkar.

Segir hann föður sinn heitinn hafa spurt að þessu þegar þeir ræddu þjóðfélagsmál, einn daginn. Davíð rekur síðustu æviár föður síns sem lést 90 ára. „Hann var heldur ekki mikill þátttakandi í samfélaginu síðustu árin sem hann lifði. Hann komst ekki lengur um allt húsið sitt fyrir fötlun sinni þar sem húsið var á tveimur hæðum orðinn fætinum styttri eftir að krabbinn tók af honum hægri fótinn við hné og hjartað orðið ansi lélegt,“ segir Davíð. Segir hann móður sína hafa verið í umönnunarhlutverki, en þá var hún 82 ára og einnig að glíma við veikindi.

„Það var enga þjónustu að fá, það ekki fyrr en undir það allra síðasta að pabbi gamli fékk heimahjúkrun. Þá var komið heim til þeirra gömlu og honum var hjálpað á fætur og að klæða sig á morgnana fylgst með blóðþrýstingi hans og að hann fengi rétt lyf en það voru bara í nokkra mánuði sem sú þjónusta stóð yfir. En að öðru leiti var það mamma gamla sem var í þessu umunnunar hlutverki öll þessi ár, hún var sami fanginn og hann að vera í þessu hlutverki,“ segir Davíð. Segir hann föður sinn hafa verið á biðlista inn á hjúkrunarheimili í nokkur ár og komist inn tveimur vikum áður en hann lést.

„Reyndar var það ekki í hans heimabæ sem var Kópavogur heldur var það á Akranesi. Þar sem hann lág í rúmi og gat sig ekki hreyft 13 daga af þessum 14 dögum og nánast allan tíman meðvitundarlaus. Þá var líkamlega ástand hans orðið þannig að hann var með þrjár hjartalokur virkar af fjórum,hann var höfuðkúpu og rifbeinsbrotinn eftir að hafa dottið heima. Hann var með æxli djúpt í lunga og hann var fætinum styttri og með ónothæfa fingur vegna gigtar og sá hann orðið lítið, hann vóg innan við 50 kg. Þegar hann dó. Það er nú efni í aðra grein hvernig við komum fram við gamla fólkið okkar sem byggði upp samfélagið sem við lifum í í dag og það var gert með tveimur jafn sterkum höndum.“

Heimsmet í notkun geðlyfja

Davíð segir Íslendinga eiga heimsmet miðað við höfðatölu í notkun geðlyfja og rifjar upp að hafa lesið grein eftir Óttar Guðmundsson geðlækni um „útlagana sem komu hingað til lands frá Noregi á landnámstímum. … En ég man ekki allar greiningarnar sem hann kom með, hins vegar man ég að þetta var drepfyndið. Í mínum eyrum hljómaði þetta allt svo ótrúlega satt og sannfærandi sem hann sagði sagði. Þeir voru svikóttir og með eindæmum miklir narkar og andfélagslegir, ofbeldishneigðir. Ég er sannfærður ef þessir einstaklingar hefðu verið uppi í dag væru þeir nær allir að bryðja einhvern lyfja kotel eins og töfralyfið Rítalín eða eitthvað annað sem er svipað til þess bara til að virka hérna úti í samfélaginu og margir af þeim gætu ekki lesið sér til gagns,“ segir Davíð og spyr hvort raunveruleikinn í dag sé eitthvað í líkingu við lýsingar Óttars.

„Á þeim þrjátíu árum sem ég unnið með olnboga börnum samfélagsins hefur maður hitt alls konar einstaklinga og oft hefur maður hugsað “jú jú, hann er að taka one way ticket á Litla Hraun” Þeir voru kannski ekki dauða drukknir fjögurra ára eins og Egill Skallagrímsson eða hjuggu mann niður í herðar sjö ára. En þessi sem ég er með í huga núna, vissi maður að myndi fara á Hraunið strax í 8. bekk. Það hefur gerst oftar en einu sinni þannig spádómur hefur ræst að einhver endi á bak við lás og slá. Ég man eftir mörgum slíkum dæmum á þessum 30 árum sem ég hef starfað við þetta eða að viðkomandi fari á fasta áskrift hjá Tryggingastofnun. En hvað var það sem fékk mig til að álykta svona og ekki bara ég heldur fleiri sem ég hef unnið með gegnum áratugina,“ segir Davíð og nefnir dæmi:

„Eitt dæmi er mjög ljóslifandi fyrir mér í dag þá var viðkomandi aðeins sjö ára þá voru fyrstu lögreglu afskipti af honum þegar hann sagaði niður tré nágrannans. Svo þegar hann var 14 ára var hann kominn með 27 mál á málaskrá lögreglu. Málaskrá er vel að merkja ekki sakaskrá heldur atvikaskrá lögreglu og þú getur verið þar sem vitni eða grunaður. En þessi einstaklingur var aldrei vitni heldur eingöngu grunaður í öllum þeim afskiptum sem lögreglan hafði af honum. Þegar hann var orðinn 16 ára þá var sjálfræðisaldurinn 16 ár og var hann kominn með 105 mál á hana og komin á sakaskrá með skilorðsbundinn dóm. Þetta er ekki eins dæmi því þeir voru gott betur en einn eða tveir sem fetuðu þennan sama veg. Í dag hefur hann haft fasta áskrift á í refsivörslukerfinu og öll hans fullorðins ár hefur hann meira og minna verið á bak við lás og slá. En trúið mér hann er með allar greiningar sem hægt er að hafa en ég man þegar ég hitti hann fyrst í 1994 var hann eingöngu greindur með misþroska.

Að lokum þá fer fátt meira í taugarnar á mér en diplómat prik sem situr við skrifborð í fílabeinsturni sem hefur nagað blýanta allt sitt líf og sára litlum tengslum við veruleikann. Þetta sama fólk hefur kannski aldrei fengið blöðru á fingurinn við að vinna líkamlega vinnu? En þessi fagprik eru næst fjárveitingarvaldinu og stjórnarmálflokknum. Það hlýtur að vera skýringin fyrir á því af hverju við eigum heimsmetið miðað við höfðatölu við að bryðja geðlyf hjá ungmennum. Þannig að ég segi eins og pabbi sagði “hvernig stendur á því“.“

Pistill Davíðs má lesa í heild sinni hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt