fbpx
Laugardagur 07.desember 2024
Eyjan

Joe Biden gaf Bandaríkjamönnum ákveðið loforð eftir dauða tveggja ára drengs – Nú er ekki víst að hann geti staðið við það

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. október 2021 06:02

Joe Biden - Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 8. september síðastliðinn var Joe Biden, Bandaríkjaforseti, staddur í New York borg. Vikunni áður hafði hitabeltisstormurinn Ida skollið á borginni með mikilli úrkomu sem varð til þess að mikið vatn flæddi um götur borgarinnar og inn í hús. Í Queens fann lögreglan tveggja ára barn drukknað en það hafði lokast inni í kjallara ásamt foreldrum sínum og orðið vatninu að bráð.

Samtals létust 40 manns í New York og New Jersey af völdum Ida. Þetta hafði Biden í huga þann 8. september þegar hann sló því föstu sem mörg flokkssystkini hans eru sammála um: Að sem eitt þeirra ríkja heims sem losar mest af gróðurhúsalofttegundum verði nú að setja aukinn kraft í baráttuna við loftslagsbreytingarnar. „Við getum ekki komið þessu í sama form á nýjan leik en við getum komið í veg fyrir að þetta verði enn verra. Við höfum ekki meiri tíma,“ sagði hann.

Hann vísaði til loftslagspakka, sem hann hafði áður kynt til sögunnar, upp á 2.000 milljarða dollara sem lið í nauðsynlegum aðgerðum.

Á sunnudaginn hefst loftslagsráðstefnan COP26 í Glasgow og átti hún að vera vettvangur pólitísks sigurs Biden varðandi loftslagsmálin en að mati margra stjórnmálaskýrenda stefnir allt í að ráðstefnan verði ekki sá sigurvettvangur, hún verði hvorki sigur né tap fyrir hann, staðan verði óbreytt.

New York Times skýrði nýlega frá því að eftir miklar samningaviðræður á Bandaríkjaþingi stefni nú í að Biden verði að skera loftslagspakka sinni niður og snúa sé að varaáætlun sinni, áætlun B, sem er mun umfangsminni en 2.000 milljarða dollara áætlunin. Blaðið segir að þetta valdi því að staða hans sé veikari en áður því áætlun B gerir að verkum að erfitt verður að ná því marki að Bandaríkin verði kolefnishlutlaus árið 2050. Ein aðalástæðan fyrir því er að helsta áhersluatriðið úr upphaflegu áætluninni er ekki í áætlun B en það snýr að því að gera orkuiðnaðinn í Bandaríkjunum kolefnishlutlausan fyrir árið 2035.

Strandar á einum manni

Skömmu áður en Biden var útnefndur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins á síðasta ári kynnti hann umfangsmikla loftslagsáætlun sína. Samkvæmt henni átti að verðlauna bandarísk orkuver fyrir að hætta að nota jarðefnaeldsneyti og skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa. Um leið átti að refsa þeim sem ekki vildu skipta.

En í síðustu viku lenti forsetinn í vanda þegar Joe Manchin, þingmaður Demókrata frá kolaríkinu Vestur-Virginíu, hafnaði þessari áætlun. Manchin, sem á sjálfur fjárhagslegra hagsmuna að gæta í kolaiðnaðinum í gegnum fjárfestingar sínar, óttast, eins og margir Repúblikanar, að áætlun Biden muni hafa í för með sér að mörg störf tapist í þeim ríkjum sem vinna olíu og kol.

Hann hefur einnig sett þak á hversu háar upphæðir Biden getur notað í loftslagsáætlun sína sem á að skapa ný störf í hinum svokallaða „græna geira“. Biden þarf á stuðningi Manchin að halda til að koma frumvarpinu í gegnum öldungadeildina því flokkarnir tveir eru með jafnmarga þingmenn og Manchin hefur því örlög frumvarpsins í höndum sér en allir aðrir þingmenn Demókrata í deildinni styðja það.

Biden hefur því þurft að leggja nótt við dag til að koma fram með nýtt frumvarp sem fellur Manchin og hagsmunum hans í geð. Samkvæmt því fá framleiðendur „grænnar orku“ og kaupendur hennar beinan fjárstuðning auk fleiri aðgerða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna