fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Hörður kallar Sólveigu „skaðvald“ – „Frekleg og ítrekuð afskipti“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 18. september 2020 10:02

Samsett mynd - Hörður og Sólveig

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins fer hörðum orðum um Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, í pistlinum „Skaðvaldur“ sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Hann byrjar að ræða lífeyrissjóði landsins og hlutverk þeirra í atvinnulífinu, en hann telur ólíklegt að valdastaða þeirra á hlutabréfamörkuðum muni breytast mikið á næstu árum.

„Lífeyrissjóðir landsins eru risar í íslensku efnahagslífi. Eignir sjóðanna, meðal annars vegna góðrar ávöxtunar, hafa vaxið hröðum skrefum og nema um 5.500 milljörðum. Það jafngildir um tvöfaldri landsframleiðslu Íslands. Þeir eru af þeim sökum umsvifamestu leikendurnir á hlutabréfamarkaði og hafa um langt skeið átt samanlagt um helming allra hlutabréfa í skráðum félögum. Fátt bendir til að sú staða taki miklum breytingum á næstu árum á meðan öðrum fjárfestum er ekki fyrir að fara. Þátttaka erlendra sjóða fer minnkandi, stórir einkafjárfestar hafa haldið sig að mestu til hlés og almenningur, sem er skikkaður til að ráðstafa stórum hluta launa sinna til lífeyrissjóða, hefur verið fráhverfur hlutabréfakaupum. Við þessar aðstæður, þar sem lífeyris­sjóðirnir eru stærstu fjármagnseigendur landsins með um 300 milljarða til ráðstöfunar á ári, er ljóst að það mun koma niður á allri verðmætasköpun ef þeir eru útilokaðir frá fjárfestingu í íslensku atvinnulífi.“

Hörður segir að skuggastjórnun ákveðna forystumanna verkalýðshreyfingarinnar væri að hafa vond áhrif á gang mála og að með pólitísk markmið í huga væri Sólveig Anna fremst í flokki.

„Aðdragandi hlutafjárútboðs Icelandair hefur afhjúpað þær neikvæðu hliðarverkanir sem þessi staða felur í sér. Vegna stærðar sinnar standa og falla stór útboð fyrirtækja, eins og í tilfelli Icelandair, iðulega með því að lífeyrissjóðirnir verði virkir þátttakendur í þeim – að öðrum kosti er erfitt að afla nauðsynlegs fjármagns af því aðrir valkostir eru takmarkaðir. Þetta er ekki æskilegt fyrirkomulag og við hljótum að vilja leita leiða hvernig megi taka á þessum vanda. Það á ekki síst við nú þegar sjóðirnir eru í auknum mæli að verða fyrir barðinu á skuggastjórnun fárra forystumanna verkalýðshreyfingarinnar sem hafa pólitísk markmið að leiðarljósi fremur en hagsmuni sjóðsfélaga. Þar hefur formaður Eflingar, sem skipar tvo stjórnarmenn Gildi lífeyrissjóðs, farið fremst í flokki.“

Hörður vill meina að áframhaldandi rekstur Icelandair sé í lykilhlutverki í viðspyrnu efnahagslífsins og jafnframt mikilvægt fyrir lífsviðurværi þúsunda manns. Að lokum segir Hörður svo að Fjármálaeftirlitið ætti að skoða afskipti Sólveigar að ákvörðunum Gildis.

„Það hefur sætt undrun að fylgjast með skilningsleysi sumra forsvarsmanna stéttarfélaganna á þeirri stöðu sem Icelandair hefur staðið frammi fyrir. Grípa hefur þurft til erfiðra en nauðsynlegra aðgerða í því skyni að tryggja áframhaldandi rekstur Icelandair, sem mun gegna lykilhlutverki í viðspyrnu efnahagslífsins, og þá um leið lífsviðurværi þúsunda starfsmanna. Halda mætti að við þessar aðstæður væri það meginmarkmið verkalýðsfélaga að koma í veg fyrir enn meira atvinnuleysi. Efling virðist annarrar skoðunar. Í stað þess að eftirláta stjórnum lífeyrissjóða að taka ákvörðun um hvort fjárfesta ætti í Icelandair, eins og lög kveða á um, lagði félagið sig fram um það að leggja stein í götu útboðsins. Sú staðreynd að formaður Eflingar stóð ein gegn sameiginlegri sáttayfirlýsingu Alþýðusambandsins og Icelandair í vikunni sýnir hins vegar vonandi að sjónarmið hennar séu á undanhaldi innan ASÍ.

Frekleg og ítrekuð afskipti formanns Eflingar af ákvörðunum Gildis þurfa augljóslega að sæta viðurlögum af hálfu Fjármálaeftirlitsins. Lífeyrissjóðirnir eru ekki í eigu eða undir stjórn Eflingar – sem betur fer fyrir sjóðfélaga. Til lengri tíma skiptir ekki síður máli að stjórnvöld nýti tækifærið, þegar allir sjá þann vanda sem núverandi fyrirkomulag hefur orsakað, að auka valfrelsi við ávöxtun lífeyrissparnaðar. Fyrsta skrefið í þá veru er að heimila almenningi að ráðstafa séreignarsparnaði sínum til sjálfstæðra fjárfestingasjóða. Það er ekki eftir neinu að bíða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki