Sunnudagur 29.mars 2020
Eyjan

Einbeittur brotavilji starfsmanna Reykjavíkurborgar – Viðurlögin allt að þriggja ára fangelsi

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 13. febrúar 2020 11:38

Borgarstjóri dróst inn í Braggamálið eftir að hann gaf afar ónákvæm svör um hvenær hann hefði fyrst vitað af framúrkeyrslunni. Sagði hann við DV að pósthólfið sitt hefði verið rannsakað, en síðar kom í ljós að það hafði ekki verið gert, nema af honum sjálfum. Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðu frumatkvæðisrannsóknar Borgarskjalasafns Reykjavíkur í braggamálinu svokallaða, gerðust starfsmenn Reykjavíkurborgar brotlegir við lög um skjalavörslu og skjalastjórn. Hringbraut greinir frá þessu, en skýrslan hefur ekki verið gerð opinber, en efni hennar verður rætt á borgarráðsfundi í dag.

Sem kunnugt er fór kostnaður við Braggann í Nauthólsvík langt fram úr kostnaðaráætlunum og endaði í um 450 milljónum í stað 158 milljóna.

Samkvæmt úttekt Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar áttu fjölmargir misbrestir sér stað innan stjórnsýslunnar í málinu og var skjalastjórn verkefnisins þar á meðal, en þar vantaði bæði skjöl og fundargerðir og hafði tölvupóstum Hrólfs Jónssonar, skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar sem hafði yfirumsjón með verkefninu, verið eytt.

Innhólf borgarstjóra var þó aldrei rannsakað og því enn ekki vitað með vissu hvenær borgarstjóri vissi af framúrkeyrslunni, en hann sagðist sjálfur hafa rannsakað innhólf sitt, eftir að hann gaf í skyn við DV að það hefði verið rannsakað af innri endurskoðun, sem var aldrei gert.

Sjá nánar: Braggamálið:Svör borgarstjóra á skjön við skýrslu Innra eftirlits Reykjavíkurborgar

Sjá nánar: Borgarstjóri sagði DV ósatt – Krafinn skýringa í borgarráði

Sjá nánar: Braggamálið:Borgarstjóri rannsakaði sjálfur eigin tölvupósta – Fann ekkert athugavert

Einbeittur brotavilji

Samkvæmt niðurstöðu Borgarskjalasafnsins var um einbeittan brotavilja að ræða hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar og eru viðurlögin allt að þriggja ára fangelsi.

Meðal þess sem sett er út á í skýrslunni er að skjölum hafi verið bætt inn í skjalasafn borgarinnar eftir að rannsókn Borgarskjalasafnsins hófst. Þau voru hinsvegar ekki aðgengileg þegar rannsókn Innri endurskoðanda stóð yfir.

Þá voru skjöl vistuð án þess að þau væru aðgengileg, af ráðnum hug. Samkvæmt tölvupóstssamskiptum lætur starfsmaður sem tengist bragganum nefnilega í ljós áhyggjur sínar af því að fjölmiðlar hafi rétt á vissum gögnum. Svarar starfsmaður Reykjavíkurborgar að best sé að fá gögnin í pdf skjali, sem ekki sé hægt að opna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Er góð hug­mynd að taka út sér­eignarsparnaðinn á fordæmalausum tímum ?

Er góð hug­mynd að taka út sér­eignarsparnaðinn á fordæmalausum tímum ?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta er stærðfræðiformúlan sem yfirvöld notast við í sóttvarnaraðgerðum sínum

Þetta er stærðfræðiformúlan sem yfirvöld notast við í sóttvarnaraðgerðum sínum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jóhann kallar Ásgeir vindhana – „Bíður kvíðafullur eftir að heyra hvað Ásgeir segir næst“

Jóhann kallar Ásgeir vindhana – „Bíður kvíðafullur eftir að heyra hvað Ásgeir segir næst“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

ASÍ: „Með öllu óásættanlegt að kröfuhafar geti nýtt sér þá neyð sem blasir við mörgum heimilum“

ASÍ: „Með öllu óásættanlegt að kröfuhafar geti nýtt sér þá neyð sem blasir við mörgum heimilum“