fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Braggamálið: Svör borgarstjóra á skjön við skýrslu Innra eftirlits Reykjavíkurborgar

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Fimmtudaginn 20. desember 2018 15:49

Dagur B. Eggertsson Mynd-Hanna/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á Braggamálinu náði ekki til tölvupósthólfs Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra. Það hefur Eyjan fengið staðfest hjá Innri endurskoðun. Dagur borgarstjóri hélt hinsvegar öðru fram í viðtali við DV í dag, þar sem hann fullyrti að farið hefði verið yfir sína tölvupósta.

Í skýrslunni sem kom út í dag er aðeins vísað til rannsóknar á tölvupóstum skrifstofustjóra og verkefnisstjóra skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA), en tölvupóstum skrifstofustjórans, Hrólfs Jónssonar, var að mestu eytt þegar hann hætti störfum, samkvæmt vinnureglum Reykjavíkurborgar.

Svör Dags á skjön við skýrsluna

Í viðtali við DV í dag fullyrti borgarstjóri að farið hefði verið yfir hans eigin tölvupósta vegna braggamálsins:

Blaðamaður: „Voru þínir tölvupóstar til dæmis skoðaðir?“

Borgarstjóri: „Það hefur verið farið yfir þá. Og það sem hefur áður hefur komið fram í þessu er að ég fékk ekki upplýsingar og borgarráð fékk ekki upplýsingar og skýrslan staðfestir þá niðurstöðu.“

(Svarið kemur á mínútu 7:25)

Tvíhliða tölvupóstar

Í skýrslunni er tekið fram að engar skriflegar heimildir liggi fyrir um „upplýsingagjöf frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar til borgarstjóra varðandi framkvæmdirnar,“ en tekið er fram að mikil samskipti hafi þó verið á milli borgarstjóra og Hrólfs allt frá stofnun SEA.

Í skýrslunni segir um upplýsingagjöf til borgarstjóra:

„Samskipti milli SEA og borgarstjóra eru mikil og regluleg, um það ber fyrrverandi skrifstofustjóra SEA og borgarstjóra saman um. Samskiptin eru bæði í gegnum fjármálahóp borgarstjóra og undirbúningsfundi borgarráðs sem gjarnan eru notaðir til að undirbúa mál sem SEA leggur fyrir borgarráð. Enn fremur áttu þeir reglulega fundi en það sem fram fer á slíkum fundum er ekki skráð, enda ekki hefð fyrir því á samráðsfundum borgarstjóra með sínum næstráðendum. Að sögn borgarstjóra vissi hann ekkert um framvindu framkvæmdanna að Nauthólsvegi 100 eftir að hann undirritaði leigusamninginn við HR í september 2015 að öðru leyti en því sem upplýst var í borgarráði en það var einungis í tengslum við fjárfestingaráætlanir. Í tölvupóstum skrifstofustjórans fundust engin póstsamskipti skrifstofustjóra og borgarstjóra þar sem Nauthólsvegur 100 var nefndur.“

Þar segir einnig:

Mikil samskipti hafa verið milli fyrrum skrifstofustjóra og borgarstjóra allt frá stofnun skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, en þeim ber saman um að borgarstjóra hafi ekki verið kunnugt um framvindu framkvæmda að Nauthólsvegi 100. Engar skriflegar heimildir liggja fyrir um upplýsingagjöf frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar til borgarstjóra varðandi framkvæmdirnar.“

Svo virðist vera að aðeins séu orð borgarstjóra höfð fyrir því að engin tölvupóstsamskipti hafi verið milli hans og Hrólfs um Braggamálið, í skýrslu Innri endurskoðunar. Því þó svo engir tölvupóstar hafi fundist hjá Hrólfi til borgarstjóra um braggamálið, útilokar það ekki möguleikann á að í innhólfi borgarstjóra séu tölvupóstar frá Hrólfi um málið, enda eru tölvupóstar tvíhliða samskiptaleið. Hér er þó ekki verið að halda því fram að Hrólfur hafi sent borgarstjóra tölvupóst um braggamálið, aðeins bent á að það hafi ekki verið rannsakað að fullu.

Tölvupóstum Hrólfs eytt

Aðeins var haldið upp á þau tölvupóstsgögn sem Hrólfur ákvað sjálfur að vista hjá skjalasafni borgarinnar. Óvíst er hversu marga, ef nokkra, tölvupósta hann vistaði.

Í svari sem DV fékk frá Reykjavíkurborg kemur fram að reglan sé sú að ef ekki hafist borist beiðni til upplýsingatæknideildar um að geyma tölvupóst starfsmanns frá yfirmanni hans þá sé tölvupóstinum sjálfkrafa eytt þremur mánuðum eftir starfslok.

Samkvæmt skipuriti Reykjavíkurborgar var Stefán Eiríksson borgarritari yfirmaður Hrólfs. Í stuttu samtali við DV sagðist Stefán ekki hafa beðið um að tölvupóstarnir yrðu vistaðir.

Sjá nánarTölvupóstum Hrólfs eytt af Reykjavíkurborg

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“