fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Eyjan

Segja enga innistæðu fyrir launaskriði – Grefur undan kaupmætti til lengri tíma

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. nóvember 2020 07:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Launahækkanir á næstu misserum, samkvæmt kjarasamningum, grafa undan getu vinnumarkaðarins til að skapa ný störf. Þetta er mat Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka, sem segir að það hafi ítrekað sýnt sig, hérlendis og erlendis, að miklar nafnlaunahækkanir án samsvarandi framleiðniaukningar skili ekki varanlegri kaupmáttaraukningu.

Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag. Finnur Oddsson, forstjóri Haga, tók í sama streng og sagði að slíkar hækkanir rýri einfaldlega kaupmátt allra landsmanna.

Á síðustu tólf mánuðum hefur launavísitala Hagstofunnar hækkað um rúmlega sex prósent en á sama tíma hefur hagkerfið skroppið saman. Í janúar eru frekari launahækkanir á döfinni. „Þessar miklu launahækkanir gætu knúið fyrirtæki til að segja upp starfsfólki sem ella þyrfti ekki að segja upp,“ er haft eftir Yngva Harðarsyni, hagfræðingi hjá greiningarfyrirtækinu Analytica.

Á næsta ári stefnir í að launakostnaður hér á landi, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, verði nálægt 70% en svo hátt gildi hefur ekki sést frá 2007.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu