fbpx
Sunnudagur 31.maí 2020
Eyjan

Viðar tekinn fyrir af Mannréttindadómstólnum – „Ekki vex álit íslenzks réttarfars við þennan dóm“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 25. febrúar 2020 12:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans, Sigríður Elín Sigfúsdóttir, hafði betur gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu (MDE) í Strassborg í dag, þegar Ísland var dæmt brotlegt gegn fyrstu og sjöttu greinar mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð. Var íslenska ríkinu gert að greiða Elínu 12 þúsund evrur, um 1.7 milljón í skaðabætur auk 5000 evra í málskostnað, eða um 700 þúsund krónur.

Ímon málið

Taldi MDE að Hæstiréttur hefði þar með brotið gegn Sigríði þegar hún var dæmd í 18 mánaða fangelsi í október 2015 fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik, er hún, ásamt Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, veitti einkahlutafélaginu Ímon yfir fimm milljarða króna lán án heimilda. Var hún dæmd til að greiða 15 milljónir í sakarkostnað að auki. Fékk Sigurjón einnig þriggja og hálfs árs dóm fyrir málið og forstöðumaður verðbréfamiðlunar bankans, fékk níu mánaða óskilorðsbundið fangelsi einnig.

Dómari ekki hlutlaus

Í málsvörn Elínar var gerð athugasemd að dómararnir í málinu, hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthías­son og Ei­ríkur Tómas­son hefðu báðir átt hlut í Landsbankanum fyrir hrun og hefðu orðið fyrir tjóni við fall bankans og teldust því ekki hlutlausir.

Tók dómur MDE undir þetta sjónarmið en taldi aðeins um hlutdrægni að ræða hjá Viðari Má þar sem hlutur hans var talsvert meiri en Eiríks, en Viðar tapaði um 8.5 milljónum við fall bankans og Eiríkur um 1.7 milljónum. Í dómnum er þó tekið fram að ekki sé hægt að fullyrða um áhrif Viðars á niðurstöðu hæstaréttardómsins, en þó megi draga hlutdrægni hans í efa, sem er brot á sjöttu grein mannréttindasáttmálans. Þriðji hæstaréttardómarinn í máli Elínar, Markús Sigurbjörnsson, átti enga hluti í Landsbankanum samkvæmt dómi MDE.

Kennslustund í hæfisreglum

Viðbrögðin við dómi MDE á samfélagsmiðlum eru nokkur. Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, telur þetta áfellisdóm fyrir íslenskt réttarkerfi:

„Ekki vex álit íslenzks réttarfars við þennan dóm.“

Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi formaður og þingmaður Hreyfingarinnar, er kaldhæðin og segir:

„Sem sagt, ekki er æskilegt að dómarar séu virkir þátttakendur á hlutabréfamarkaði. Hver hefði trúað því? Hvað næst? Ráðherrar og þingmenn?“

Málið er einnig rætt á stjórnmálaspjallinu, en þar segir Haukur nokkur:

„Hér fær íslenska réttarkerfið kennslustund í hæfisreglum. Það er ánægjulegt fyrir alla þá sem vilja faglega stjórnsýslu. Enn á ný leiðir MDE Ísland af rangri braut í réttarfarsmálum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sjálfstæðisflokkur og Píratar stærstir og bæta við sig

Sjálfstæðisflokkur og Píratar stærstir og bæta við sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baráttan um Bessastaði – Hvorn ætlar þú að kjósa ? – Taktu þátt í könnuninni

Baráttan um Bessastaði – Hvorn ætlar þú að kjósa ? – Taktu þátt í könnuninni