Mánudagur 30.mars 2020
Eyjan

Björgólfur vill komast aftur að hjá Sjóvá – Hættir hjá Samherja í næsta mánuði

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 19. febrúar 2020 10:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, er meðal þeirra níu sem sækjast eftir stjórnarsetu í tryggingarfélaginu Sjóvá, hvers aðalfundur fer fram þann 12. mars. Kjarninn greinir frá.

Hyggst björgólfur hætta hjá Samherja fyrir lok mars, samkvæmt RÚV. Björgólfur gaf það út um miðjan desember að hann hygðist hætta sem forstjóri Samherja á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, en í janúar sagði hann í viðtali að hann yrði líklega ekki lengur en fram á mitt þetta ár.

Býst hann við að Þorsteinn Már Baldvinsson taki aftur við forstjórastarfinu, en það sé ekki hans ákvörðun, heldur stjórnar.

Tilnefningarnefnd Sjóvá mælir með Björgólfi, ásamt Guðmundi Erni Gunnarssyni, fyrrverandi forstjóra VÍS, Hildi Árnadóttur, sem er núverandi stjórnarformaður Sjóvár, Inga Jóhanni Guðmundssyni, stjórnarmanns, og Ingunni Agnes Kro lögmanni. Fimm fá sæti í stjórninni, en alls sóttust 14 eftir stjórnarsetu í upphafi, en fimm drógu framboð sitt til baka þegar ljóst var að ekki yrði mælt með þeim af nefndinni.

Björgólfur var kosinn stjórnarformaður Sjóvá í mars í fyrra, áður en hann tók við forstjórastarfinu hjá Samherja, en sagðist þá ætla að víkja tímabundið úr stjórn vegna anna.

Stærsti eigandi Sjóvár er SVN eignafélag, sem Síldarvinnslan á tæplega 14% hlut í, en hlutur Samherja og tengdra félaga í Síldarvinnslunni er alls 49.9 prósent. Fyrrverandi forstjóri Samherja, Þorsteinn Már Baldvinsson, var lengi vel stjórnarformaður Síldarvinnslunnar og var Björgólfur einnig framkvæmdastjóri þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sonja Ýr fordæmir umsögn Viðskiptaráðs – „Kemur eins og köld gusa í andlit fólks sem leggur nótt við nýtan dag að bjarga mannslífum“

Sonja Ýr fordæmir umsögn Viðskiptaráðs – „Kemur eins og köld gusa í andlit fólks sem leggur nótt við nýtan dag að bjarga mannslífum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru 15 aðgerðir landbúnaðar og sjávarútvegs til að bregðast við áhrifum COVID-19

Þetta eru 15 aðgerðir landbúnaðar og sjávarútvegs til að bregðast við áhrifum COVID-19
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þegar byrjað að brjóta á starfsmönnum í lægra starfshlutfalli – „Óviðunandi að fyrirtæki reyni að nýta sér aðstæður“

Þegar byrjað að brjóta á starfsmönnum í lægra starfshlutfalli – „Óviðunandi að fyrirtæki reyni að nýta sér aðstæður“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þingmanni Miðflokksins stefnt af dönsku innheimtufyrirtæki vegna vangreiðslu lána

Þingmanni Miðflokksins stefnt af dönsku innheimtufyrirtæki vegna vangreiðslu lána
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arndís Soffía skipuð sýslumaður í Vestmannaeyjum

Arndís Soffía skipuð sýslumaður í Vestmannaeyjum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

ASÍ varar við verðhækkunum og okri vegna Covid-19 – Hvetja neytendur til að klaga

ASÍ varar við verðhækkunum og okri vegna Covid-19 – Hvetja neytendur til að klaga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveig Anna segir Davíð og Kolbrúnu nota sama heila – „Kommon, heldur þessi eini heili að ég sé fífl?“

Sólveig Anna segir Davíð og Kolbrúnu nota sama heila – „Kommon, heldur þessi eini heili að ég sé fífl?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Morgunblaðið efast um aðgerðir sóttvarnarlæknis – „Er víst að það sé áhættunnar virði?“

Morgunblaðið efast um aðgerðir sóttvarnarlæknis – „Er víst að það sé áhættunnar virði?“