fbpx
Föstudagur 14.ágúst 2020
Eyjan

Vigdís fór í vettvangsferð um Reykjavík: „Þetta er eins og í vanþróuðu ríki“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 10. september 2019 15:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, greinir frá því á samfélagsmiðlum í dag að hún hafi farið í vettvangskönnun um ýmis hverfi í Reykjavík með varaborgarfulltrúanum Ólafi Kr. Guðmundssyni, sem hefur lengi barist fyrir bættu umferðaröryggi. Vigdís sagði við Eyjuna að báðum hafi þeim fundist niðurstaðan verið sláandi:

„Þetta er bara allt í molum. Þetta er svo mikill bútasaumur, tvöfaldar hraðahindranir með hálfum metra á milli. Ljósmálin í algeru rugli, engar gangbrautir málaðar, búið að taka rauðu og grænu karlana af umferðarljósunum, og ýmislegt annað. Þetta er bara ástand! Göturnar eru holóttar því  það er verið að nota þunnt og lélegt malbik. Það er bara engin heildarsýn,“

sagði Vigdís hneyksluð.

Gott að keyra í Kópavogi

Vigdís sagðist hafa farið um Seláshverfið, Grafarvoginn og Norðlingaholtið í dag og til stæði að skoða fleiri staði von bráðar. Hún kom einnig við í Kópavogi, til samanburðar:

„Það var bara eins og við værum komin í annað land! Í Kópavogi eru málaðar gangstéttir, betri skilti og merkingar, betri útskot fyrir strætó og bara allt til fyrirmyndar,“

sagði Vigdís og kallaði eftir átaki í þessum málaflokki hjá meirihlutanum í Reykjavík.

Framkvæmdasjáin finnur lítið

Í svokallaðri Framkvæmdasjá á vef Reykjavíkurborgar má fylgjast með þeim verkum sem eru í frumathugun, forhönnun, hönnunarferli, í framkvæmd, eða er lokið.

Þegar athugað er hversu mörgum framkvæmdum er lokið við umferðargötur í allri Reykjavík fyrir árið 2019, finnast engin verk.

Þegar stöðu verkefnis er breytt í „verk í framkvæmd“ koma upp þrjú verkefni. Það eru gatnaframkvæmdir í Vogabyggð, endurgerð Óðinstorgs og Óðinsgötu, og Týsgötu.

Þegar leitað er eftir verklokum við götur og stíga, kemur aðeins eitt verkefni upp, Sjóvarnargarður á Gelgjutanga.

Öllu fleiri verk koma upp þegar leitað er eftir verkum í framkvæmd við götur og stíga, eða alls 25.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn segir bið í næsta Samherja-þátt – „Ég ætla ekki að tjá mig um það á þessu stigi og ætla að láta storminn aðeins lægja eftir þetta“

Þorsteinn segir bið í næsta Samherja-þátt – „Ég ætla ekki að tjá mig um það á þessu stigi og ætla að láta storminn aðeins lægja eftir þetta“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gunnar Bragi um svar Helga Seljan – „Ég leyfi mér hins veg­ar að glotta smá“

Gunnar Bragi um svar Helga Seljan – „Ég leyfi mér hins veg­ar að glotta smá“