fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Kolbrún: „Henni verður kastað í næstu kosningum“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 21. nóvember 2019 09:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það blasir við að þetta ríkisstjórnarsamstarf er lýjandi fyrir flokkinn og dregur úr honum þrótt og kjark. Fjölmargir kjósendur hans eru farnir að líta í aðrar áttir,”

segir Kolbrún Bergþórsdóttir um VG í leiðara Fréttablaðsins í dag.

Hún segir ljóst að þó svo að ekki hafi aðrir skynsamlegir kostir verið í boði þegar ríkisstjórnin var mynduð, sé ljóst að örlög VG séu ráðin í næstu kosningum :

„Vitað var að þetta samstarf yrði áhættusamt fyrir Vinstri græna en flokksmenn bitu á jaxlinn. Þeim fannst ýmislegt á sig leggjandi til að formaður þeirra yrði forsætisráðherra og Katrín Jakobsdóttir hefur staðið sig með mikilli prýði í því embætti. Það er þó orðið deginum ljósara að þessi ríkisstjórn er einnota. Henni verður kastað í næstu kosningum. Þetta hljóta Vinstri grænir að vita og helsta áhyggjuefni þeirra hlýtur að vera hversu mikið þetta ríkisstjórnarsamstarf hefur skaðað þá.”

Sjálfstæðisflokkurinn samur við sig

Það er lífseig kenning að samstarfsflokkar Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn líði gjarnan fyrir það samstarf í könnunum og kosningum. Kolbrún segir að það þurfi bjartsýnisdaga til að aðrir flokkar réttlæti slíkt samstarf:

„Á bjartsýnisdögum sínum á velmeinandi fólk sem ekki styður Sjálfstæðisflokkinn það til að hugsa sem svo að þessi stærsti flokkur landsins sé ekkert svo slæmur. Það er til dæmis fínt að trúa á frjálst framtak einstaklingsins meðan viðkomandi er ekki að svína á öðrum. Það er líka allt í lagi að einhverjir auðgist meir en aðrir meðan þeir skila sínu til samfélagsins en eru ekki að skjóta gróðanum undan. „Það má alveg vinna með þessum flokki eins og öðrum,“ hugsar bjartsýnismaðurinn. En það bregst vart að þegar þessi hugsun er farin að hreiðra um sig, gera og segja forystumenn Sjálfstæðisflokksins hluti sem ekki er hægt að sætta sig við,”

segir Kolbrún og rifjar upp orð Bjarna Benediktssonar í kjölfar Samherjamálsins, að rót vandans séu spillt stjórnvöld í Namibíu:

„Rétt eins og Samherjamenn hafi ekki átt annan kost en að ganga inn í spillt kerfi og vinna innan þess þar sem það sé eiginlega eina leiðin til að geta grætt í landi eins og Namibíu. Þannig gerast nú bara kaupin á eyrinni, hugsar frjálshyggjufólkið í Sjálfstæðisflokknum, sem lítur svo á að gróði sé alltaf góður.”

Þraukað til þrautar

Telur Kolbrún að forsætisráðherra hefði alltaf mótmælt slíkri nálgun, væri hún ekki í samstarfi með Bjarna:

„En það er ómögulegt annað en að ætla að Katrínu Jakobsdóttur hafi verið brugðið vegna þess viðhorfs sem opinberaðist í orðum manns sem hún ákvað á sínum tíma að ganga til samstarfs við. Það getur heldur ekki verið að henni þyki eðlilegt að sjávarútvegsráðherra landsins, Kristján Þór Júlíusson, sitji sem fastast á ráðherrastóli, þrátt fyrir að vera tengdur Samherja ofur sterkum böndum.

Allir vita að Vinstri grænir hefðu í stjórnarandstöðu gagnrýnt Bjarna Benediktsson af sömu hörku og Samfylkingin vegna orða hans og jafnframt þrumað að sjávarútvegsráðherra yrði að stíga til hliðar. Flokksforysta Vinstri grænna gerir það vitanlega ekki, hún ætlar sér að þrauka í ríkisstjórnarsamstarfi sem er orðið þrúgandi fyrir flokkinn. Hinir almennu flokksmenn hljóta að vera miður sín. Skiljanlega.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus