fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Stjórnendur íslenskra fyrirtækja þurfa ekki lengur að búa á Evrópska efnahagssvæðinu

Karl Garðarsson
Miðvikudaginn 17. júlí 2019 09:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnvöld áforma lagasetningu þar sem framkvæmdastjórum, og öðrum stjórnendum íslenskra fyrirtækja, verður ekki lengur skylt að búa á Íslandi, Færeyjum, eða í aðildarríkjum EES- samningsins. Þetta þýðir að yfirmenn íslenskra fyrirtækja mega búa hvar sem er í heiminum, svo framalega sem þeir eru frá ofangreindum ríkjum.

Með frumvarpinu er lagt til að ríkisborgarar EES-ríkja, EFTA ríkja og Færeyja, sem búsettir eru utan þessara ríkja, og ríkisborgarar þriðju ríkja, sem búsettir eru á Evrópska efnahagssvæðinu, þurfi ekki lengur undanþágu ráðherra til að vera í stjórn eða vera framkvæmdastjórar

Þessi lagsetning er tilkomin vegna athugasemda eftirlitstofnunar EFTA, en stofnunin gerði fyrst athugasemdir við þessi skilyrði íslenskra laga árið 2014. Þannig er talið að ekki sé hægt að setja höft á rétt ríkisborgara á EES-svæðinu til að öðlast staðfestu á yfirrráðsvæði einhvers annars ríkis á svæðinu. Staðfesturétturinn felur meðal annars í sér rétt til að hefja og stunda sjálfstæða atvinnustarfsemi og til að stofna og reka ný fyrirtæki.

Þetta þýðir einnig að fyrirtækjaskrá þarf ekki lengur að fylgjast með búsetu þeirra aðila sem um ræðir.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna