fbpx
Sunnudagur 22.september 2019  |
Eyjan

Eyþór Arnalds: „Búið að búa til fullt af sósu og frönskum en það vantar hamborgarann“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 2. maí 2019 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er til viðtals í Viðskiptablaðinu í dag. Þar fer hann meðal annars yfir muninn á rekstri fyrirtækis og Reykjavíkurborgar, skortinn á dýnamíkinni á hinum stóra vinnustað og gagnrýnir húsnæðisstefnu borgaryfirvalda.

Þéttingarstefna er dreifbýlisstefna í reynd

Eyþór segir að síðastliðin fimm ár hafi fólki fjölgað hraðar á landsbyggðinni en í höfuðborginni:

„Þetta er ekki þétting byggðar heldur dreifing. Þegar við metum stefnuna af verkunum en ekki ásetningi hefur stefna Reykjavíkurborgar í húsnæðismálum síðustu ár verið dreifbýlisstefna í reynd.“

Þá gagnrýnir Eyþór húsnæðisstefnu borgaryfirvalda, en hann segir úrræði meirihlutans vera sem plástur eftir að skaðinn sé skeður:

„Það er ekki eins og vandinn hafi sprottið upp úr þurru á einni nóttu heldur er hann afleiðing af stefnu Reykjavíkurborgar og hefur undið upp á sig í langan tíma. Í Reykjavík er staðan á húsnæðismarkaði þannig að töluvert framboð er á dýru húsnæði í dýrum hverfum og margt bendir til að eftirspurn á þessum hluta markaðarins hafi nú þegar verið mætt. Engu að síður má ráða af uppbyggingunni sem er enn á framkvæmdastigi að framboð á dýru húsnæði muni aukast enn frekar á næstu misserum. Það er sem sagt búið að búa til fullt af sósu og frönskum en það vantar hamborgarann. Þetta er staðreyndin og hún er afleiðing húsnæðisstefnu sem vinstrimenn í borginni hafa fylgt í fjölda ára.“

Fögur en innantóm fyrirheit

Eyþór gagnrýnir hvernig meirihlutinn heldur utan um kynningarmál sín, sem gefi ekki raunsanna mynd af stöðu mála:

„Munurinn felst kannski helst í því að mér finnst borgin vera rekin á grundvelli ímyndar en það geti fyrirtæki ekki leyft sér nema að litlu leyti. Það gildir einu hvað ímyndin er góð og glæsileg, ef reksturinn stendur ekki undir sér verður fyrirtækið ekki langlíft. Það er hins vegar ótrúlegt hvað ríki og sveitarfélög komast langt í skuldasöfnun og óráðsíu áður en tjöldin falla og veruleikinn á bak við ímyndina kemur í ljós,“

segir Eyþór og telur innihaldið rýrt í loforðum meirihlutans:

„Reykjavíkurborg sendir út að minnsta kosti tíu sinnum fleiri fréttatilkynningar miðað við innihald og tilkynnir sama hlutinn aftur og aftur eins og hann væri nýr. Mér dettur alltaf í hug leikritið Beðið eftir Godot, þú ert alltaf að bíða eftir einhverju sem kemur aldrei. Til dæmis voru allskyns loforð kynnt í síðustu kosningum; Miklabrautin í stokk og þar fram eftir götunum, en svo gerist lítið. Og á meðan verið er að bíða eftir þessu stóra er hætt við að menn geri ekki neitt. Það setur líka mark sitt á umhverfið og stjórnhætti þegar svona margir flokkar mynda meirihlutann. Í dag eru þeir fjórir og fyrir vikið eiga þeir oft erfitt með annað en að sameinast um lægsta samnefnarann. Og hann getur verið dýr.“

Ekki að standa sig

Eyþór segir flokkana sem mynda meirihlutann vera ólíka í eðli sínu og því sé hætt við að lítið gerist og fátt komi til framkvæmda. Segir hann að jafnstór vinnustaður og Reykjavíkurborg, samsteypa upp á níu þúsund manns, ætti að vera mun dýnamískari en raun ber vitni:

„Það hjálpar að hafa skýr hlutlæg viðmið þegar maður vill raunverulega meta árangur. Þegar borgin er skoðuð í slíku samhengi kemur ýmislegt í ljós sem veldur áhyggjum. Til dæmis eru fimmtungi fleiri starfsmenn á hvern íbúa í Reykjavík en í nágrannasveitarfélögunum. Það gefur til kynna að borgin er ekki að standa sig eins og hún ætti að gera. Reykjavík ætti í krafti stærðarinnar að vera hagkvæmasta einingin og geta þar af leiðandi boðið annaðhvort aukna og fjölbreyttari þjónustu eða lægri skatta. Staðreyndin er hins vegar sú að borgin gerir hvorugt. Reykjavík er í neðsta sæti í þjónustukönnun Gallup og innheimtir hæstu gjöldin.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Logi skilinn

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Lífskjör eldri borgara á Íslandi þau bestu í heimi

Lífskjör eldri borgara á Íslandi þau bestu í heimi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjáðu hvað fjármagnseigendur „græða“ samkvæmt fjárlagafrumvarpinu -„Ofboðslega óréttlátt – ríkisstjórn ríka fólksins“

Sjáðu hvað fjármagnseigendur „græða“ samkvæmt fjárlagafrumvarpinu -„Ofboðslega óréttlátt – ríkisstjórn ríka fólksins“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Steinar greinir siðblindu

Jón Steinar greinir siðblindu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Framsókn leggur til leyfisskyldu á jarðakaupum – Forsenda fyrir eignarhaldi verði skilgreind tengsl við Ísland

Framsókn leggur til leyfisskyldu á jarðakaupum – Forsenda fyrir eignarhaldi verði skilgreind tengsl við Ísland
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Hvaða gagn gerir siðanefnd Alþingis ef þingmenn taka ekki nokkurt mark á henni?“

„Hvaða gagn gerir siðanefnd Alþingis ef þingmenn taka ekki nokkurt mark á henni?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Peningaþvætti í spilakössum á Íslandi að stórum hluta á ábyrgð ríkisins – Yfirvöld grípa í taumana

Peningaþvætti í spilakössum á Íslandi að stórum hluta á ábyrgð ríkisins – Yfirvöld grípa í taumana
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu línuritið um Ísland sem rataði ekki í kynningargögnin um OECD skýrsluna: „Hreint djöfullegt – Hvílík skömm!“

Sjáðu línuritið um Ísland sem rataði ekki í kynningargögnin um OECD skýrsluna: „Hreint djöfullegt – Hvílík skömm!“