fbpx
Miðvikudagur 18.september 2019  |
Eyjan

Mikill afgangur af rekstri Reykjavíkurborgar: „Þurft að taka mikið til í rekstrinum“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 30. apríl 2019 13:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ársreikningur borgarinnar var lagður fram í borgarráði í dag og vísað til fyrri umræðu í borgarstjórn. Rekstrarafgangur Reykjavíkurborgar nam 4,7 milljörðum króna árið 2018 og skilaði samstæða Reykjavíkurborgar, A- og B-hluti, jákvæðri niðurstöðu upp á 12,3 milljarða króna. Þá námu fjárfestingar borgarinnar og framkvæmdir 19,4 milljörðum króna á árinu 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir niðurstöðuna ánægjulega þar sem borgin er að skila góðum afgangi þriðja árið í röð.

„Frá árinu 2010 hefur þurft að taka mikið til í rekstrinum. Um leið og svigrúm myndaðist lögðum við aðaláherslu á að bæta fjármagni inn í velferðar- og skólamál. Á undanförnum árum höfum við einnig lagt mikla áherslu á framkvæmdir og fjárfestingar á vegum borgarinnar þar sem við höfum forgangsraðað í þágu barna. Við höfum byggt skóla, leikskóla og íþróttaaðastöðu í Úlfarsárdal sem brátt sér fyrir endann á. Þá hófum við uppbyggingu á íþróttamannvirkjum í Suður-Mjódd og endurnýjuðum leikskóla- og skólalóðir um alla borg. Við lækkuðum álagningarhlutfall fasteignagjalda um 10% auk þess að gefa eldri borgurum og öryrkjum sérafslátt. Við höfum einnig verið með stórátak í malbikun gatna og lagningu nýrra hjólastíga í borginni. Í ljósi alls þessa fögnum við niðurstöðunni sérstaklega – því uppgjörið sýnir borg sem hefur metnað fyrir framúrskarandi þjónustu, leggur áherslu á góða innviði og forgangsraðar í þágu velferðarmála og skólamála,“

segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.

Í ársreikningi kemur fram að rekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð um 4.726 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði jákvæð um 4.074 mkr.. á árinu. Betri rekstrarniðurstaða skýrist einkum af 299 mkr. hærri skatttekjum en áætlun gerði ráð fyrir.  Einnig var gjaldfærsla vegna lífeyrisskuldbindinga 297 mkr. lægri en áætlað var.  Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 5.181 mkr. en áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 4.671 mkr.

Rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A- og B-hluta, var jákvæð um 12.342 mkr. en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 17.797 mkr. Helstu frávik frá áætlun samstæðu má rekja til lægri tekjufærðra matsbreytinga fjárfestingaeigna Félagsbústaða og hærri fjármagnsgjalda samstæðunnar vegna gangvirðisbreytinga innbyggðra afleiða í raforkusamningum hjá Orkuveitu. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 27.108 mkr. sem er 1.597 mkr. betri niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir.

Heildareignir samstæðunnar samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í árslok 641.574 mkr., heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 324.387 mkr. og eigið fé var 317.187 mkr. en þar af var hlutdeild meðeigenda 17.219 mkr.  Eiginfjárhlutfall samstæðunnar er nú 49,4% en var 49,0% um síðustu áramót.

Rekstur Reykjavíkurborgar skiptist í A-hluta og B-hluta. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð, sem heldur utan um rekstur fagsviða og Eignasjóð.

Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru:  Orkuveita Reykjavíkur, Faxaflóahafnir sf., Félagsbústaðir hf., Íþrótta- og sýningahöllin hf., Malbikunarstöðin Höfði hf., Slökkvilið höfuðborgar­svæðisins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Aflvaka hf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Dómsmálaráðherra vill breytingar hjá lögreglunni – Aukin hagkvæmni og minni yfirstjórn

Dómsmálaráðherra vill breytingar hjá lögreglunni – Aukin hagkvæmni og minni yfirstjórn
Eyjan
Í gær

Fossinn Dynjandi millifærður í ríkisbókhaldinu – „Hver gefur hverjum hvað? Eigum við ekki Rarik? Þjóðin?“

Fossinn Dynjandi millifærður í ríkisbókhaldinu – „Hver gefur hverjum hvað? Eigum við ekki Rarik? Þjóðin?“
Eyjan
Í gær

Segir útreikning fæðingarorlofshækkunar ganga gegn kynjajafnrétti: „Segjum bara 870 þús­und slétt“

Segir útreikning fæðingarorlofshækkunar ganga gegn kynjajafnrétti: „Segjum bara 870 þús­und slétt“
Eyjan
Í gær

Svona vill Gunnar leysa umferðarhnútinn í Reykjavík: „Ættum að geta lifað við þetta“

Svona vill Gunnar leysa umferðarhnútinn í Reykjavík: „Ættum að geta lifað við þetta“
Eyjan
Í gær

Eyþór Arnalds: „ Fuck you, I won´t do what you tell me“

Eyþór Arnalds: „ Fuck you, I won´t do what you tell me“
Eyjan
Í gær

Eftirlitsstofnanir ríkisins þenjast út – Vaxandi útgjöld ár eftir ár

Eftirlitsstofnanir ríkisins þenjast út – Vaxandi útgjöld ár eftir ár