fbpx
Laugardagur 11.maí 2024
Eyjan

Ný gatnamót verða til á Sæbraut við Frakkastíg

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 10. apríl 2019 16:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frakkastígur verður tengdur Sæbraut með nýjum gatnamótum og hefjast framkvæmdir á næstu dögum, samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg.  Auk framlengingar á Frakkastíg út að Sæbraut verður gatan endurgerð milli Skúlagötu og Lindargötu.

Gatnamótin nýju verða ljósastýrð og mun það bæta mjög öryggi gangandi vegfarenda, en margir þeirra, sérstaklega ferðamenn, fara þvert yfir Sæbrautina frá Frakkastíg að Sólfarinu og hefur þar oft legið við slysum.

Hluti af framkvæmdinni er uppsetning götulýsingar, færsla á strætóbiðstöð og göngustígar. Snjóbræðslu verður komið fyrir og lagnir veitustofnana endurgerðar. Að nýframkvæmdum loknum verður núverandi tengigata á móts við Skúlagötu 20 og það sem henni tilheyrir fjarlægt og tyrft yfir svæðið.

Fleiri framkvæmdir á Sæbraut eru á dagskrá. Tvenn önnur gatnamót verða endurbætt, annars vegar við Snorrabraut og hins vegar við Katrínartún.  Umferðarljósabúnaður, gönguleiðir yfir gatnamótin og götulýsing verður endurbætt á báðum stöðum og þá verður hægri beygjurein til austurs frá Snorrabraut út á Sæbraut lögð af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hannes Hólmsteinn sakar Gunnar Smára um að vera Steinunn Ólína – „Þú ert svo illa að þér og ólæs“

Hannes Hólmsteinn sakar Gunnar Smára um að vera Steinunn Ólína – „Þú ert svo illa að þér og ólæs“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórmerkileg klíka; Morgunblaðið – Katrín Jakobsdóttir – Sjálfstæðisflokkurinn

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórmerkileg klíka; Morgunblaðið – Katrín Jakobsdóttir – Sjálfstæðisflokkurinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund með góða forystu í nýrri könnun

Halla Hrund með góða forystu í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Ofurminni gamals þjóðarleiðtoga

Svarthöfði skrifar: Ofurminni gamals þjóðarleiðtoga