fbpx
Miðvikudagur 18.september 2019  |
Eyjan

Eyþór Arnalds: „Áfram er sópað undir mottuna í ráðhúsinu. Stór er hrúgan“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 8. febrúar 2019 10:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og greint var frá í gær úrskurðaði Persónuvernd um að Reykjavíkurborg hafi brotið persónuverndarlög er hún ákvað, í samvinnu við rannsakendur hjá Háskóla Íslands og Þjóðskrá, að senda ungum kjósendum smáskilaboð og bréf í aðdraganda sveitastjórnarkosninga í fyrra, með því markmiði að auka kjörsókn í þeim aldursflokki.

Sjá nánarBorginni bannað að örva ungmenni með sms

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hefur frá upphafi verið afar gagnrýninn á þessa aðgerð Reykjavíkurborgar, líkt og Eyjan greindi frá í fyrra, 

Um úrskurðinn nú segir hann:

„Hver eru viðbrögð borgarinnar nú? Borgin uppvís af því að brjóta persónuverndarlög á kjósendum í aðdraganda kosninga. Leynir svo upplýsingum fyrir Persónuvernd þegar spurt er. Öllum brögðum er beitt. Mörg lög brotin af borginni og áfram er sópað undir mottuna í ráðhúsinu. Stór er hrúgan.“

Fékk ekki leyfi

Borgin óskaði fyrst eftir heimild Persónuverndar til að senda skilaboðin, en fékk ekki. Þess í stað var Reykjavíkurborg í sjálfsvald sett hvort hún sendi skilaboðin, svo framarlega sem það væri gert í samræmi við persónuverndarlög. Ekki er leyfilegt að senda sms skilaboð í markaðsskyni samkvæmt fjarskiptalögum, en Persónuvernd mat það svo á sínum tíma að áminning Reykjavíkurborgar félli ekki undir skilgreininguna á  markaðssetningu.

SMS- í áróðursskyni

Eyþór sagði við Eyjuna í fyrra að sms sendingar borgarinnar væru ekkert annað en kosningaáróður Samfylkingarinnar. Dró hann þá ályktun út frá sms sendingum Reykjavíkurborgar, bæði til ungmenna í aðdraganda kosninga, sem og vegna áminningar borgarinnar í sms skilaboðum til íbúa valinna hverfa, um götuhreinsanir:

„Það er engin spurning að borgarstjóri notar borgina í áróðursskyni, til þess að koma sínum pólitísku skilaboðum áleiðis og hann seilist ansi langt í þeim efnum þykir mér,“

sagði Eyþór og taldi að tímasetning skilaboðanna um götuhreinsanir rétt fyrir kosningar enga tilviljun:

„Borgin er augljóslega notuð sem áróðurstæki í kosningabaráttu Samfylkingarinnar. Nú til þess að auglýsa um hreinsun gatna, merkilegt nokk, sem hefur heldur betur vantað upp á síðustu árin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Dómsmálaráðherra vill breytingar hjá lögreglunni – Aukin hagkvæmni og minni yfirstjórn

Dómsmálaráðherra vill breytingar hjá lögreglunni – Aukin hagkvæmni og minni yfirstjórn
Eyjan
Í gær

Fossinn Dynjandi millifærður í ríkisbókhaldinu – „Hver gefur hverjum hvað? Eigum við ekki Rarik? Þjóðin?“

Fossinn Dynjandi millifærður í ríkisbókhaldinu – „Hver gefur hverjum hvað? Eigum við ekki Rarik? Þjóðin?“
Eyjan
Í gær

Segir útreikning fæðingarorlofshækkunar ganga gegn kynjajafnrétti: „Segjum bara 870 þús­und slétt“

Segir útreikning fæðingarorlofshækkunar ganga gegn kynjajafnrétti: „Segjum bara 870 þús­und slétt“
Eyjan
Í gær

Svona vill Gunnar leysa umferðarhnútinn í Reykjavík: „Ættum að geta lifað við þetta“

Svona vill Gunnar leysa umferðarhnútinn í Reykjavík: „Ættum að geta lifað við þetta“
Eyjan
Í gær

Eyþór Arnalds: „ Fuck you, I won´t do what you tell me“

Eyþór Arnalds: „ Fuck you, I won´t do what you tell me“
Eyjan
Í gær

Eftirlitsstofnanir ríkisins þenjast út – Vaxandi útgjöld ár eftir ár

Eftirlitsstofnanir ríkisins þenjast út – Vaxandi útgjöld ár eftir ár