fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Segir Sjálfstæðisflokkinn eiga Íslandsmetið í skuldum: „Bjarni hefur sólundað 550 milljónum til að halda sér í embætti“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 1. febrúar 2019 12:30

Bjarni Benediktsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, sósíalistaforingi, skýtur föstum skotum á Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, í færslu sinni á Facebook.

Gunnar Smári nefnir að þegar Bjarni var kosinn formaður árið 2009, hafi Sjálfstæðisflokkurinn skuldað 43 milljónir að núvirði. Nú skuldi hann hinsvegar 422 milljónir, sem hann segir vera Íslandsmet:

„Enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi hefur skuldað annað eins.“

Í athugasemdarkerfinu segir Gunnar Smári að eignir flokksins hafi rýrnað, meðan skuldirnar hafi aukist:

„Það er ekki svo að Bjarni hafi slegið lán til að kaupa eignir. Eignir flokksins voru 983 m.kr. á núvirði áramótin 2008/09 áður en Bjarni tók við en voru 812 m.kr. áramótin 2017/18. Eignirnar höfðu því minnkað um 171 m.kr. og skuldirnar aukist um 379 m.kr. Bjarni hefur sólundað 550 m.kr. til að halda sér í embætti.“

 

Samkvæmt ársreikningi Sjálfstæðisflokksins sem birtur er á vef Ríkisendurskoðunar, tapaði flokkurinn 15 milljónum króna árið 2017. Alls var eigið fé flokksins 361 milljónir í árslok og skuldir námu tæpum 422 milljónum.

Tekjur flokksins voru 248 milljónir, þar af  var framlag frá ríkinu tæpar 102 milljónir og tæpar 18 milljónir frá sveitarfélögum.

Framlög lögaðila námu rúmum 15 milljónum og framlög einstaklinga, félagsgjöld meðtalin, námu rúmum 44 milljónum króna.

Sjálfskammtað eftir þörfum

Árið 2017  lögðu sex flokkar fram tillögu um að hækka framlög ríkisins til stjórnmálaflokka um 127 prósent og skiptu allir flokkar á þingi milli sín 648 milljónum, í stað 286 milljóna. Píratar og Flokkur fólksins voru ekki með á tillögunni, en nutu samt ágóða hækkunarinnar.

Frumvarpið tiltekur einnig að við endurskoðun á almennu framlagi ríkisins til stjórnmálaflokkanna, verði breytingar á vísitölum verðlags og launa haft til hliðsjónar. Ef miðað er við 2,7 prósenta hækkun líkt og verðbólguspár sögðu í desember, fá stjórnmálaflokkarnir því 665 milljónir til skiptanna á þessu ári, eða 17,5 milljónum meira en síðast.

Einnig þurfa flokkarnir að skila inn ársreikningi fyrir 1. nóvember í stað 1. október, og verða ársreikningar birtir í heild sinni, í stað útdráttar líkt og tíðkast hefur hingað til.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus