fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Eyjan

Gegn hatursáróðri á internetinu

Egill Helgason
Mánudaginn 21. ágúst 2017 10:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Internetið er gróðrarstía haturs sem vissulega var til áður – en leyndist þá í skúmaskotum. Og internetið eflir þá sem hata, hjálpar þeim að finna aðra hatara, þeir geta rottað sig saman og fundið hljómgrunn fyrir hatur sitt sem áður var ekki til að dreifa.

Við sjáum þetta til dæmis á viðurstyggilegum haturspóstum sem eru sendir til Semu Erlu Serdar, ungrar konu sem er af tyrkneskum ættum og hefur talað máli flóttamanna.

 

 

Þessir póstar eru þess eðlis að maður furðar sig á því að nokkur maður skuli láta frá sér slík ummæli á opinberum vettvangi – sem Facebook er vissulega. Myndu þessir menn standa kokhraustir úti á götu og hrópa orð af þessu tagi að öðru fólki?

Það er hægt að hvetja til þess að þeir sem eru Fésbókarvinir þeirra sem hegða sér svona segi upp vináttunni – helst tafarlaust. En svo er líka spurning með lagalegu hliðina.

Í Guardian í dag má lesa frétt þar sem segir að embætti ríkissaksóknara á Englandi (Crown Prosecution Service) ætli að fara að beita sér af meiri hörku gegn hatursáróðri á internetinu – og að það muni birtast í fleiri ákærum, fleiri og þyngri dómum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu