

Ég óska ykkur gleðilegra jóla með myndum sem eru teknar af vini mínum Nelson Gerrard, fræðimanni og bónda, í Riverton við Winnipegvatn. Sjálfur hef ég tengst þessu svæði tilfinningaböndum eftir að ég gerði þættina Vesturfara. Hugurinn leitar oft þangað – til góðra vina, minninga og sagna.
Myndir Nelsons eru teknar í tungsljósi, frosti og stillu í gærkvöldi, á jólanóttina sjálfa. Þær eru fagrar, draumkenndar, dularfullar.
Fyrir neðan birti ég svo það sem Vestur-Íslendingurinn Natalia Eyolfson skrifar um lífið á Nýja-Íslandi við myndirnar. Það er á ensku, hún segist sakna sveitarinnar, en um leið minnist hún þess að lífsbaráttan var hörð, enda geta náttúruöflin verið óblíð þarna um slóðir.

oh how i miss living on the farm, in the middle of nowhere, where the moon was always so bright in the night sky, and every night the beautiful silence was interrupted by the howling of the coyotes in the nearby forest. i miss the garden in the summer, and those starry evenings spent near the bonfire. idyllic life it was. well, almost.

i don’t miss the mud road after a storm, the seapage into the basement, the swarms of mosquitoes, the -35 winters when we were inundated with at least four feet of snow, the snowdrifts that were nearly impassable.
