

Það var verið að elda skötu á vinnustað mínum áðan. Ég hélt fyrst að þetta væri væg skata, en fór svo nær eldhúsinu og komst að því að hún er býsna stæk.
Ein samstarfskona mín mótmælti þessu, líkti þessu við trúboð í skólum, taldi að þetta væri jafnfráleitt.
Svo fara menn að segja skötusögur.
Ein var af skötu sem er svo sterk að þarf helst að mála allt húsið ef hún kemur inn fyrir dyr.
Eða jafnvel svo stæk að málning flagnar af veggjum.
Og svo er það skatan að vestan sem er svo kraftmikil að ekki talið þorandi að hleypa henni niðurfyrir Ártúnsbrekkuna.
Sú var einmitt úr Arnarfirðinum, eins og skatan hér að neðan, en myndin kemur úr Bæjarins bestu, þar segir reyndar að skötuát sé fremur á undanhaldi.
