fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Eyjan

Ruglaðir af myrkrinu

Egill Helgason
Fimmtudaginn 1. mars 2012 08:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er stundum eins og menn muni ekki neitt – eða vilji ekki muna.

Lítil skrifstofa á vegum Evrópusambandsins í Suðurgötu veldur mikilli geðshræringu.

Það er kannski dæmi um taugaveiklunina á Íslandi að menn nenni yfirleitt að fárast yfir þessu.

Önnur fáránleg mál sem maður hefur þurft að hlusta upp á síðustu daga eru umræðan um kvenhaturslistann og bullið um að Álfheiður Ingadóttir hafi stjórnað Búsáhaldauppreisninni.

Eitt sinn voru mál af þessu tagi kölluð „skammdegismál“, þau komu upp síðla vetrar, þegar menn voru orðnir hálf ruglaðir af myrkrinu.

En svo er víst ekki núna – því sumt af þessu er runnið undan rifjum hópa sem kunna sitthvað fyrir sér í áróðri.

En aftur af Evrópuskrifstofunni.

Árni Johnsen segir að þetta sé eins og Bandaríkin hefðu rekið hér áróður á tíma kalda stríðsins.

En það gerðu þeir einmitt. Hér var lengi opin Upplýsingaskrifstofa Bandaríkjanna, þar fór fram ýmisleg starfsemi, og í raun ekkert sérlega tortryggileg. Þar var bókasafn og þaðan var dreift Fulbright-styrkjum.

Á sama tíma voru reyndar stanslausar boðsferðir til Bandaríkjanna og til að skoða starfsemi Atlantshafsbandalagið. Sumir fóru mörgum sinnum í svona ferðir.

Sovétríkin létu ekki sitt eftir liggja, og voru með sína skrifstofu. Starfsemin var ekki jafn umfangsmikil, en við vitum það sem vorum í blaðamannastétt á þeim tíma að þar störfuðu stórmerkilegir karakterar sem voru sífellt að reyna að hella vodka í mann.

Jú, svo hafa Þjóðverjar rekið sitt Goethe-Institut og Frakkar eru með Alliance Francaise – kannski er ég að gleyma einhverju?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Reiði skólameistarinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Er spennt fyrir leiðtogakjöri hjá Viðreisn – liggur undir feldi

Björg Magnúsdóttir: Er spennt fyrir leiðtogakjöri hjá Viðreisn – liggur undir feldi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar