Þér er ráðlagt að finna jafnvægið innra með þér og ekki hika við að hugleiða ef það eitt ýtir undir þína jákvæðu eiginleika. Þú ert fær um að takast á við erfiðar aðstæður með atferli þínu og aga. Hér er verið að minna þig á kosti þína ef erfið staða kemur upp í lífi þínu eða jafnvel starfi.
Um þessar mundir stendur þú jafnvel í sporum þar sem þú ættir að huga vel að jafnvægi þínu og fara varlega í einu og öllu.
Finndu takt þinn ef upp kemur verkefni sem krefst vitsmuna þinna og aðhalds af þinni hálfu.
Þú getur komist í snertingu við hið eilífa andartak. Veittu andardrætti þínum eftirtekt og taktu eftir hvernig hann flæðir.