fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Læknir afhjúpar stærstu mistökin sem fólk gerir þegar það byrjar á Ozempic

Fókus
Þriðjudaginn 11. mars 2025 09:46

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið hefur verið rætt og ritað um Ozempic sem þróað var sem lyf í baráttunni gegn sykursýki en hefur svo reynst byltingarkennt sem megrunarlyf. Einnig má nefna þar lyfin Wegovy og Mounjaro.

Lyfin hafa hjálpað fólki að missa mikla líkamsþyngd á stuttum tíma, en er það endilega gott?

Læknirinn Donald Grant afhjúpar stærstu mistökin sem fólk gerir þegar það byrjar á þyngdarstjórnunarlyfi á borð við Ozempic í samtali við DailyMail.

Hann segir að það versta sem fólk getur gert er að taka of mikið of hratt, þá að fólk taki of stóran skammt þegar það byrjar á lyfinu.

Læknirinn segir notendur Wegovy og Mounjaro venjulega á 0,25 milligramma sprautu fyrstu fjórar vikurnar áður en skammturinn er stækkaður. En sumir eiga það til að vilja byrja á stærri skammti og halda að þýði að þeir muni léttast hraðar, en að sögn Grant þá getur það aukið líkurnar á aukaverkunum til muna. Algengar aukaverkanir eru höfuðverkur, flökurleiki, þreyta, hægðartregða og uppköst. Einnig geta sjaldgæfari, en alvarlegri, aukaverkanir komið fram, eins og brisbólga.

„Líkamar okkar þurfa tíma til að aðlagast meðferðinni, þannig að byrja á hærri skammti gæti gert aukaverkanirnar verri,“ segir hann.

„Ég ráðlegg fólki að ræða við lækninn sinn áður en það stækkar skammtinn,“ segir hann.

Sjá einnig: Sex mistök sem notendur þyngdartapslyfja gera

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“