fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Fókus

Ragnhildur um besta bætiefnið – Ókeypis og aðgengilegt öllum

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 15. febrúar 2025 12:30

Ragga Nagli Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, segir svefninn allra meina bót og mikilvægt sé að knúsa Óla Lokbrá minnst átta tíma allar nætur. Hún útskýrir málið í nýjum pistli á Facebook, en pistlar hennar um heilsu á mannamáli hafa notið mikilla vinsælda um árabil.

„Svefn hefur áhrif á öll hormónin sem bera ábyrgð á kaloríunýtingu líkamans: Vaxtarhormón, testósterón, skjaldkirtil og streituhormónin adrenalín og kortisól.

Dægursveiflurnar þurfa að vera upp á tíu til að stuðli að hámarks frammistöðu þeirra og samspil þessara hormóna verði eins og ómþýð sinfónía.

Það er mikilvægt að knúsa Óla Lokbrá í allavega átta tíma á hverri nóttu fyrir heilastarfsemi, gott mataræði, fitusöfnun og vöðvabyggingu.

  • Testósterón losast í REM svefni. Að sofa í aðeins 6 tíma þýðir 1-2 svefnhringir detta út sem leiðir til 10-15% minna testósteróns á dag. Það er því sannarlega ekki karlmennskutákn að sofa stutt heldur þvert á móti.
  • Stuttur svefn stuðlar að lægra magni af sedduhormóninu Leptín yfir daginn svo þeir verða ekki almennilega saddir óháð því hvað þeir borða mikið.
  • Svengdarhormónið Ghrelin er í hæstu hæðum allan daginn hjá þeim sem eru vansvefta. Sem þýðir að þeir eru svangir allan daginn þrátt fyrir að úða alls konar í grímuna.
  • Svefn hefur áhrif á matarval fólks.
  • Rannsókn á hvað fólk valdi af hlaðborði og hversu mikið var borðað sýndi að þau sem sváfu styttra völdu frekar einföld kolvetni og innbyrtu 300-500 hitaeiningum meira en þau sem voru fullhlaðin af svefni.
  • Rannsóknir sýna 55% meira fitutap hjá þeim sem sofa í 7-9 tíma, en hjá þeim sem sofa skemur. Aðrar rannsóknir sýna að þegar þátttakendur eru samviskusamir í svefni, er um helmingur þyngdartaps úr fitu. Hins vegar þeir sem sofa skemur, missa aðeins fjórðung af fituvef en restin eru vöðvar sem við eyðum blóði, svita og tárum að byggja upp.
  • Svefn heldur jafnvægi á blóðsykri, og dregur úr pervertískum löngunum í súkkulaði, snakk og kex og skjóta orku úr pakka, plasti eða álpappír.
  • Svefn stuðlar að aukinni framleiðslu á vaxtarhormónum sem hjálpar við uppbyggingu vöðva utan á grindina. Því meiri kjötmassi því hærri grunnbrennsla. Sem þýðir að þú brennir mör bara við að sitja á bossanum í vinnunni.
  • Vansvefta fólk er með 50% lægra hlutfall af boðefninu GABA í líkamanum sem gegnir lykilhlutverki í að róa heilann og hægja á taugakerfinu og minnkar þannig kvíða og hræðslu.

Svefn er ókeypis bætiefni.

Svefn er aðgengilegur öllum alls staðar í heiminum.

Svefn hefur verið á markaðnum frá örófi alda.

Svefn hefur ekkert aldurstakmark.

Það eina sem þarf að gera er að slökkva á imbanum, opna gluggann, slökkva ljósin, og knúsa koddann.

Prófaðu að gúlla Magtein (300mg) + L-theanine (100mg) fyrir svefn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hanna Rún föndraði ævintýrahús fyrir „jólamýsnar“ – Sjáðu myndbandið

Hanna Rún föndraði ævintýrahús fyrir „jólamýsnar“ – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ritari Sjálfstæðisflokksins flytur sig um set

Ritari Sjálfstæðisflokksins flytur sig um set
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þingmaður Viðreisnar selur einbýlishús í Reykjanesbæ – „Þetta hús hefur alltaf verið mitt heima“

Þingmaður Viðreisnar selur einbýlishús í Reykjanesbæ – „Þetta hús hefur alltaf verið mitt heima“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gwyneth Paltrow vildi ekki leika í kynlífsatriði með Ethan Hawke – Þetta er ástæðan

Gwyneth Paltrow vildi ekki leika í kynlífsatriði með Ethan Hawke – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Byrjaðu árið 2026 með þessum vatnslosandi heilsudrykk

Byrjaðu árið 2026 með þessum vatnslosandi heilsudrykk
Fókus
Fyrir 4 dögum

Greindist með ristilkrabbamein 24 ára: Hunsaði einkennin og hvetur aðra til að gera ekki sömu mistök

Greindist með ristilkrabbamein 24 ára: Hunsaði einkennin og hvetur aðra til að gera ekki sömu mistök
Fókus
Fyrir 5 dögum

Spá Ellýjar: Hefur áhyggjur af Guðmundi Inga og sér hann ekki setjast aftur í ráðherrastól

Spá Ellýjar: Hefur áhyggjur af Guðmundi Inga og sér hann ekki setjast aftur í ráðherrastól
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot