fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

„Á morgun er vetrarkyrrðin búin“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. janúar 2025 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má gera ráð fyrir fallegu vetrarveðri í dag og verður víðast hvar léttskýjað á landinu en heldur kalt í veðri. Segir Veðurstofa Íslands að gera megi ráð fyrir frosti á bilinu 3 til 15 stig.

„Á morgun er vetrarkyrrðin búin, því þá gera spár ráð fyrir að gangi í suðaustan hvassviðri með rigningu eða slyddu nærri sjávarmáli, en snjókomu á heiðum. Hiti 0 til 5 stig eftir hádegi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar en á norðaustanverðu landinu verður hægari vindur, þurrt fram á kvöld og hlýnar smám saman á þeim slóðum.

Annað kvöld verður mun hægari vindur og úrkomulítið á vestanverðu landinu annað kvöld, að sögn veðurfræðings.

„Seinnipartinn á föstudag er síðan útlit fyrir að gangi í sunnan storm með rigningu og hlýindum,“ segir í spá Veðurstofunnar en veðurhorfur næstu daga má sjá hér að neðan.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Gengur í suðaustan 15-23 m/s með rigningu eða slyddu nærri sjávarmáli, annars snjókomu. Hiti 0 til 5 stig seinnipartinn. Hægari vindur og þurrt á Norður- og Austurlandi þangað til síðdegis og hlýnar smám saman. Snýst í vestan 8-15 á vestanverðu landinu undir kvöld með éljum og kólnar.

Á föstudag:
Vaxandi sunnan- og suðaustanátt, 18-25 undir kvöld og rigning, en þurrt norðaustanlands. Hlýnandi veður.

Á laugardag:
Hvöss sunnanátt og rigning eða slydda með köflum, en bjartviðri norðaustanlands eftir hádegi. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast á Austurlandi.

Á sunnudag:
Sunnan strekkingur og skúrir eða él, en þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti kringum frostmark. Hvessir líklega verulega seinnipartinn með talsverðri rigningu og hlýnar.

Á mánudag og þriðjudag:
Ákveðin suðvestanátt með éljum, en þurrt og bjart um landið norðaustanvert. Kólnandi veður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gunnlaugur Claessen er látinn

Gunnlaugur Claessen er látinn
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Börn í hópslagsmálum í Breiðholti og skotvopnum stolið í Kópavogi

Börn í hópslagsmálum í Breiðholti og skotvopnum stolið í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðmundur Ingi: „Þetta er uppskrift að meiriháttar vandræðum”

Guðmundur Ingi: „Þetta er uppskrift að meiriháttar vandræðum”
Fréttir
Í gær

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina
Fréttir
Í gær

Medvedev hefur í hótunum – „Enginn getur ábyrgst að Kyiv lifi aðfaranótt 10. maí af“

Medvedev hefur í hótunum – „Enginn getur ábyrgst að Kyiv lifi aðfaranótt 10. maí af“