fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fréttir

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 17. janúar 2025 10:00

Hilmar segir erfitt að endurvinna traustið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hilmar Þór Björnsson, arkitekt, telur að hægt sé að leysa Álfabakkamálið. Það kosti pening en sé þannig séð auðvelt að leysa. Erfiðara sé að endurvekja traust almennings á skipulagi Reykjavíkurborgar eftir málið.

„Manni sýnist að þetta Álfabakkamál sé að verða mjög stórt og slæmt. Og það fer stækkandi. En það má bjarga því,“ segir Hilmar í færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann reifar málið og þær lausnir sem standa til boða. „Það er líklega, úr því sem komið er, rétt að taka húsið niður og endurreisa á viðeigandi stað þar sem það verður byggt i samræmi við aðalskipulag.“

Að mati Hilmars stenst byggingin varla aðalskipulag og telur hann að málsmeðferð byggingafulltrúa hafi líklega ekki verið í samræmi við reglugerð. Kynningarferli og viðbrögð við athugasemdum hafi heldur ekki verið í samræmi við anda laganna um grenndarkynningu.

„Tímalína allra samninga virðist ekki standast venjur. Byggingarleyfi er að sögn gefið út áður en hönnun er lokið. Jafnvel er því haldið fram að teikningar af húsinu hafi legið fyrir áður en deiliskipulagið var samþykkt,“ segir Hilmar.

Reynslan slæm

Bendir hann á að aðalhönnuðir skemmunnar séu jafn framt höfundar deiliskipulagsins. Spyr hann hverra hagsmuna skipulagshöfundarnir hafi verið að gæta við deiliskipulagsgerðina. Hagsmunum almennings eða sérhagsmuna væntanlegra lóðarhafa?

„Mín skoðun er sú að það á helst aldrei að gerast að sami aðilinn gæti almannahagsmuna og á sama tíma sérhagsmuna lóðarhafa nema í undantekningartilfellum. Þetta er prinsipp atriði sem flokkur formanns skipulagsráðs ætti að skilja,“ segir Hilmar. „Það var að mínu mati á sínum tíma skynsamlegt að sameina byggingarnefnd og skipulagsnefnd i umhverfis- og skipulagsráð. En reynslan er önnur. Þetta er beinlínis hættulegt. Þetta fyrirkomulag veldur ruglingi og ógegnsæi.“

Flóttafólk

Hafi það komið fram að fólk sé á flótta úr íbúðum í Búseta húsinu. Umhverfissálfræðingur telji skipulagið heilsuspillandi.

„Þetta er flóttafólk sem þarf að flýja heimili sitt og samfélag. Ekki vegna stríðsátaka eða náttúruhamfara heldur vegna þess að ófaglega var staðið að skipulagi i Suður Mjódd,“ segir Hilmar.

Segir hann að málið sé tvíþætt. „Annars vegar þessi, að því er virðist skipulagsmistök sem er auðvelt að leysa en kostar mikið fyrir borgarsjóð og það er að taka niður skemmuna. Hitt vandamálið er að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar sem er i algeru lágmarki nú um stundir er stærra og vandleysanlegra,“ segir hann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Þorvaldur Davíð kallar eftir að virðing sé borin fyrir börnunum okkar

Þorvaldur Davíð kallar eftir að virðing sé borin fyrir börnunum okkar
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Stefán segir niðurstöðu Götunafnanefndar óheppilega – „Þetta er örnefnaklám og það vill enginn sjá!“

Stefán segir niðurstöðu Götunafnanefndar óheppilega – „Þetta er örnefnaklám og það vill enginn sjá!“
Fréttir
Í gær

Hildur setur fótinn niður: „Ég fer fram á það að samfélagið hætti að gera lítið úr nemendum mínum“

Hildur setur fótinn niður: „Ég fer fram á það að samfélagið hætti að gera lítið úr nemendum mínum“
Fréttir
Í gær

Greindist loks eftir 23 heimsóknir á heilbrigðisstofnanir – Bundinn við hjólastól en fær engar bætur

Greindist loks eftir 23 heimsóknir á heilbrigðisstofnanir – Bundinn við hjólastól en fær engar bætur