Það eru fáir sem kaupa nýjustu ummæli Paulo Fonseca sem er þjálfari ítalska stórliðsins AC Milan.
Fonseca tók umdeilda ákvörðun í leik á dögunum en varafyrirliðinn Theo Hernandez var ekki í byrjunarliðinu sem kom mörgum á óvart.
Margir telja að Hernandez sé einfaldlega á förum í janúar en hann er sagður vera ósáttur hjá Milan og vill komast annað.
Fonseca segir þó að hann hafi aðeins verið að hvíla þennan frábæra bakvörð sem er reglulega orðaður við önnur stórlið í Evrópu.
,,Eins og alltaf þá tölum við saman fyrir leiki. Það er auðvelt að útskýra hans stöðu,“ sagði Fonseca.
,,Hann hefur spilað mikið, hann hefur verið mikið með landsliðinu og er ekki í sínu besta líkamlega standi.“